fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kóreuríkin náðu samningi um þátttöku Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum í næsta mánuði – Bandaríkin sögð skipuleggja árás á Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 06:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu funduðu í landamærabænum Panmunjom, sem er á hlutlausasvæðinu á milli ríkjanna, í dag að staðartíma. Þetta var fyrsti fundur fulltrúa ríkjanna síðan 2015. Á fundinum náðist samkomulag um að Norður-Kórea sendi keppendur á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu í næsta mánuði.

Að fundi loknum sagði Chun Hae-Sung, formaður suður-kóresku nefndarinnar um friðsamlega sameiningu Kóreuríkjanna, að Norður-Kórea hefði lagt til að landið sendi stóra sendinefnd á Ólympíuleikjanna. Í henni yrðu keppendur, fulltrúar ólympíunefndarinnar, áhorfendur, listamenn og fréttamenn.

Sky-fréttastofan segir í umfjöllun sinni um málið að ýmislegt annað en þátttaka íþróttamanna á Ólympíuleikunum geti verið það sem drífur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, áfram í að ræða við nágrannana í Suður-Kóreu. Hann sé hugsanlega að nýta sér spennu í samskiptum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna til að reyna að reka fleyg á milli þessara bandalagsríkja.

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hefur verið annarrar skoðunar en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, um hvernig á að nálgast Norður-Kóreu. Jae-in hefur talað fyrir efnahagslegu samstarfi við grannríkið sem og diplómatískum samskiptum. Trump hefur verið talsmaður algjörrar einangrunar Norður-Kóreu vegna ítrekaðra tilrauna norðanmanna með kjarnorkusprengjur og eldflaugar.

Talið er að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu séu farnar að gera einræðisstjórn Kim Jong-un lífið erfitt, sérstaklega eftir að sala á eldsneyti til landsins var takmörkuð mjög mikið. Líklegt þykir að Kim Jong-un vonist til að þáttaka norðanmanna á Ólympíuleikunum dragi úr líkunum á Bandaríkin ráðist á Norður-Kóreu.

Sky segir að heimildir í Washington hermi að stjórnvöld og hernaðaryfirvöld séu nú að undirbúa það sem hefur verið talið óhugsandi fram að þessu, árás Bandaríkjahers á Norður-Kóreu. Slík árás mun að öllum líkindum hafa í för með sér að Norður-Kórea svari með árás á Suður-Kóreu en slík árás myndi líklega verða tugum þúsunda að bana þar í landi. Sumir embættismenn Donald Trump hafa gefið til kynna að það sé fórnarkostnaður sem Bandaríkin séu tilbúin til að greiða.

Það er ákveðin kaldhæðni í því að sættir á milli Kóreuríkjanna geta aukið spennuna á Kóreuskaganum því sættir gætu styggt hinn móðgunargjarna Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna