fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Fréttir

Bjarni öskureiður yfir að fá ekki ritlaun og hótar að sveifla orðsveðjunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. janúar 2018 23:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málið er komið í fjölmiðil en þetta er bara byrjunin: Nú skal tekið í lurginn á þessu með mínu baneitraða stílvopni. Ójá, orðsveðjan mín skal hvína yfir hausum bókmenntaidjóta – hvar sem til þeirra næst,“ segir Bjarni Bernharður Bjarnason skáld en hann hefur ekki hlotið starfslaun listamanna síðan árið 1984 þrátt fyrir að hafa verið mjög afskastamikill á ritvellinum síðustu ár, sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagnasafn og sjálfævisögu. Bjarni flytur mikinn reiðilestur vegna þessa í Facebook-hópi félaga í Rithöfundasambandi Íslands og hann birti grein um málið á Vísir.is í dag.

Bjarni sótti um þriggja mánaða starfslaun og má skilja á honum að hann telji sig eiga heima þar í flokki. Í greininni segir hann:

„Ég hef kynnt mér listann, einkum þó 3 mánaða úthltunina, en ég sótti um þann mánaðarfjölda. Á listanum eru nöfn sem síður verðskulda starfslaun en undirritaður – það fullyrði ég. Er verið að refsa mér af fólki sem hefur ekkert umboð til að beita refsingum, refsa mér fyrir fortíð mína? Ef svo er, er það er lúalegt og ófagmannlegt.“

Sem fyrr segir fékk Bjarni síðast úthlutað starfslaunum árið 1984 og þá í fjórða sinn. Hann hefur nú sótt 15 sinnum um starfslaun án þess að fá úthlutun. Bjarni er afar reiður yfir þessum 15 synjunarbréfum og skrifar: „Ég krefst þess að fá svar! Krefst þess að stéttarfélag mitt, Rithöfundasamband Íslands, leiti eftir svörum hjá þessum þremur skipuðu nefndarmönnum, og sendi mér svörin á einkapóst minnn – netfang mitt.”

Árið 1988 varð Bjarni manni að bana er hann var í geðrofi og var vistaður á réttargeðdeild í Svíþjóð. Hann náði bata eftir allmörg ár, kom aftur til Íslands og hefur verið mikilvirkur rithöfundur í seinni tíð.

Tal um orðsveðju vakti óhug

Bjarni hefur oft haft sig mikið frammi í fyrrgreindum FB-hópi rithöfunda sem og á aðalfundum Rithöfundasambandsins þar sem hann hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Síðastliðið vor urðu skrif Bjarna á Facebook þess valdandi að hann var sviptur frelsi sínu og nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans í 72 klukkkustundir. DV greindi frá þessu.

Það var ekki síst líkingamál Bjarna um orðsveðju sem vakti óhug vegna fortíðar Bjarna. Því þó að augljóslega sé um líkingamál að ræða og Bjarni sé að hóta fólki skömmum en ekki líkamlegu ofbeldi þá er orðfærið mjög aggressíft. Eða eins og Bjarni segir núna – og hótar að sveilfa orðsveðjunni aftur:
„Ójá, orðsveðjan mín skal hvína yfir hausum bókmenntaidjóta – hvar sem til þeirra næst.“

Margir um hituna

Eins og kemur fram í grein Bjarna telur hann að hann sé látinn gjalda fortíðar sinnar við úthlutun starfslauna. Úthlutun starfslauna listamanna var tilkynnt í dag. Umsóknir um samtals 2.310 mánaðarlaun úr Launasjóði rithöfunda voru lagðar inn en veitt voru starfslaun upp á 555 mánuði. Því er ljóst að margir ganga sárir frá borði.

Af þessum ástæðum einum er fyrirsjáanlegt að þessar úthlutanir verða ávallt umdeildar. Hins vegar hefur vakið athygli að mjög ítrekað er gengið fram hjá sömu höfundum við úthlutanir. Þannig hefur Bjarna verið hafnað 15 sinnum í röð og hinn landsþekkti barnabókahöfundur Þorgrímur Þráinsson fékk ekki úthlutun í samfellt 20 ár og er ekki á lista starfslaunahafa núna. Nýlegra dæmi er rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson sem hefur gefið út skáldsögu á hverju ári undanfarin ár og fengið afar góða dóma – en fær ekki starfslaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar
Fréttir
Í gær

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét
Fréttir
Í gær

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“
Fréttir
Í gær

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stal kjöti frá sendli

Stal kjöti frá sendli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“