fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stormur í aðsigi: Vissara að halda sig innandyra í dag

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur gular og appelsínugular viðvaranir í öllum landshlutum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið í dag og fram á nótt. Spáð er suðaustan stormi síðdegis á Suður- og Vesturlandi, en í kvöld norðan- og austanlands.

Fram kemur á vef Veðurstofu að samgöngur geti raskast og hætt sé við foki á lausamunum. Þá er búist við mikilli rigningu á suðaustanverðu landinu í kvöld.

Í tilkynningu frá Veðurstofu eru foreldrar og forráðamenn hvött til að fylgja börnum úr skóla/ frístund eða á milli staða eftir þörfum meðan veðrið gengur yfir.Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs.Fram kemur að börn séu óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Í samtali við mbl.is segir Davíð Már Bjarna­son upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar að brýnt sé að fylgj­ast vel með veður­spá og haga ferðum sín­um eft­ir því. Þá eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna stormsins.

„Það er best að halda sig heima. Fólk þarf líka að huga að lausa­mun­um en þeir eru líka stór­ir eins og heit­ir pott­ar sem ekki eru fest­ir niður og trampólín sem við erum greini­lega ekki enn laus við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“