fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eftirlýst glæpakvendi: Var hún í felum á Íslandi? – Eina konan á lista Europol

Sögð hafa tengst Íslandi gegnum fjölskyldubönd – Fíkniefni, peningaþvætti og kærastinn drepinn fyrir framan hana

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lista Europol yfir eftirlýsta glæpamenn kennir ýmissa grasa. Á listanum, sem nær til þeirra sem Europol leggur ríka áherslu á að finna, má í heildina finna 61 einstakling. Þetta eru einstaklingar sem taldir eru hafa ljóta glæpi á samviskunni; allt frá fíkniefnasmygli og mansali til morða.

Aðeins ein kona er hins vegar á listanum. Hún heitir Maria Tania Arela Otero og 43 ára Spánverji. Sænska blaðið Expressen fjallaði um þetta á dögunum, enda var Tania jafnvel talin hafa haldið til í Svíþjóð. Vísað er í frétt spænska blaðsins El Progreso sem nefnir Svíþjóð sem hugsanlegan dvalarstað hennar en einnig Ísland sem vekur athygli. Þá þykir ekki útilokað að hún haldi til einhversstaðar í Suður-Ameríku.

Efnilegur lögfræðingur í slæmum félagsskap

Saga þessarar 43 ára konu er um margt merkileg en á hennar yngri árum þótti hún efnilegur lögfræðingur. Hún hóf feril sinn sem lögfræðingur fyrir kvennaathvarf í Cambados í Galísíu á Spáni og árið 2004 tók hún að sér að verja David Pérez Lago, sem er sonur mafíuforingjans Laureano Oubina.

Þeir feðgar eru sagðir hafa verið fyrirferðamiklir í innflutningi á fíkniefnum. Eftir að Maria tók að sér verja David urðu þau ástfangin og virðist hún hafa tekið að sér það hlutverk að þvætta peninga fyrir glæpagengi feðganna.

Ákærð í umfangsmiklu máli

Árið 2006 var hún ákærð ásamt fjórtán öðrum í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, en það varðaði meðal annars innflutning á 1.700 kílóum af kókaíni til Spánar. Var Maria sögð einn af höfuðpaurum málsins og sú sem skipulagði innflutninginn.

Eftir að þau komust í kast við lögin slitnaði upp úr sambandi þeirra. Tania byrjaði í kjölfarið með lögfræðingi sínum í því máli, Alfonso Diaz Monux, og flutti parið saman til Madrídar. Þar dundu ósköpin yfir; leigumorðingjar voru sendir til að drepa Alfonso og var hann skotinn tveimur skotum í höfuðið fyrir framan Töniu árið 2008. Tania særðist ekki í árásinni en lagði á flótta áður en hún var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir aðild sína að fíkniefnainnflutningnum. Þá átti hún að vera eitt aðalvitnið í morðmálinu vegna dauða Alfonso en einhverra hluta vegna lagði hún á flótta. Ekkert hefur spurst til hennar í nokkur ár.

Tengslin við Ísland

Frá árinu 2014 hefur hún verið á lista Europol yfir þá glæpamenn sem hvað mest áhersla er lögð á að finna. Í spænskum fjölmiðlum er hún sögð mjög útsmogin og er hún sögð mögulega geta verið í felum í Svíþjóð, Suður-Ameríku og Íslandi af öllum löndum. Í umfjöllun Ondacero sumarið 2016 kom fram að systir hennar hefði verið búsett á Íslandi og þess vegna var Ísland nefnt sem hugsanlegur felustaður. DV er ekki kunngt um það hvort systir hennar sé enn búsett á Íslandi. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum sem sést best á því að Maria er enn ófundin og eftirlýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“
Fréttir
Í gær

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“
Fréttir
Í gær

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“
Fréttir
Í gær

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Í gær

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur