fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Eiginmaður Halldóru handtekinn af leynilögreglunni á Kúbu – Sjáðu myndbandið

Hjálmar Friðriksson, Auður Ösp
Mánudaginn 24. september 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var í rauninni mjög heppinn að hafa sloppið,“ segir Halldóra Bjarkadóttir, eiginkona Yandy Núñez Martínez en hann var handtekinn í Havana höfuðborg Kúbu þann 12.september síðastliðinn. Ástæða handtökunnar var sú að að Yandy skipti sér af handtöku leigubílstjóra fyrir utan lúxushótel í borginni og náði jafnframt hluta af handtökunni á myndband. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en í lok þess endar Yandy á því að vera handtekinn sjálfur.

Yandy er með dvalarleyfi á Íslandi og hefur verið búsettur hér á landi undanfarin misseri. Greint er frá málinu á fjölmörgum kúbverskum miðlum þar sem Yandy er sagður vera íslenskur ríkisborgari.

Halldóra Bjarkadóttir, eiginkona Yandy, segir í samtali við DV að hann hafi raunar sloppið með skrekkinn þar sem hann gat sýnt fram á að hann væri með dvalarleyfi á Íslandi. Halldóra segir þó að Yandy sé ekki enn orðinn íslenskur ríkisborgari.

„Það sem gerðist er að vinur hans vinnur sem leigubílsstjóri á svona klassískum bíl, sem var í rauninni starf Yandy áður. Þetta var bíll sem hann keyrði áður. Vinur hans er að tala við einhverja túrista og þeir eru að ræða um verð á bæjarferð. En leynilögreglan kemur, stoppar hann og kallar á lögregluna. Biður hann um öll leyfi og hann sýnir þau öll. Hann er samt handtekinn og maðurinn minn verður reiður yfir því, því hann er með alla pappíra og það var ekkert ólöglegt við það sem hann var að gera,“ segir Halldóra.

Því hafi Yandy ákveðið að taka myndband af handtökunni. „Þeir handtaka sem sagt vin hans og hann fyrir að taka upp myndband. Þeir héldu fyrst að hann væri túristi því hann talaði ensku. Þeir fara með hann upp á lögreglustöð. Ef þeir hefðu áttað sig á því að hann væri Kúbverji þá hefði hann verið settur í fangelsi. En upp á lögreglustöð þá biðja þeir hann um að fá símann til þess að eyða út myndbandinu. En þeir eru svo aftarlega á merinni í tækninni að hann sýndi þeim eitthvað albúm í símanum og þeir héldu að hann væri búinn að eyða þessu og þeir gátu ekkert fundið. Þannig að það endaði með því að þeir slepptu honum,“ segir Halldóra.

Hún segir að lögreglumennirnir hafi haldið að Yandy væri ferðamaður og hafi bölvað því að geta ekkert gert. „Í lögreglubílnum voru þeir að tala spænsku sín á milli og sögðu bara „andskotinn, við getum ekki gert neitt, við hefðum sett hann í fangelsi“. Upp á lögreglustöð sýndi hann þeim dvalarleyfi sitt á Íslandi og þar með gátu þeir ekkert gert meira, þar sem túristarnir skipta miklu máli á Kúbu. Hann var í rauninni mjög heppinn að hafa sloppið. Það sem er verið að tala um erlendis er að þetta sýnir spillinguna á Kúbu og hvernig réttur einstaklinganna er ekki virtur þarna,“ segir Halldóra.

Sem fyrr segir hafa fjölmargir kúbverskir miðlar greint frá málinu undanfarna tvo sólarhringa og vitna þar í Facebookfærslu Yandy frá því í síðasta mánuði.

Í færslunni ritar Yandy að „þetta eigi sér stað í kommúnistaríkinu Kúbu“ og bætir við að lögreglan á Kúbu meini íbúum að eiga samskipti við útlendinga.

Yandy tekur fram að hann hafi sjálfur unnið sem leigubílstjóri og sé því annt um þennan starfsvettvang.

„Það gerir mig því dapran að verða vitni að þessu óréttlæti.“

https://www.facebook.com/yandy.nunezmartinez/videos/1480658642069419/?__xts__%5B0%5D=68.ARAvHlNI0HE7N7wyvMOdbH9d5VukG3x-ktALZb3TfUBJAW4R7Ei8FX_sM5p65eDNHCaLrH0_8yO2zPcu5b_0bcLeMOar00zfxYDq5ZExf0kY6W3goFWu20z9pm77oJSj9qjLn-tZ8KwpO7pyOXcQMJEBBff2EozGIa4pBc7rH7squ8oLbCaefA&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“