fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Konur með hærri laun á þingi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 23. september 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum.

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Karlar – 424.172.584 kr. (10.604.314 að meðaltali)

Konur – 282.610.367 kr. (11.775.431)

Kosningarnar haustið 2017 voru taldar mikið bakslag í kvenréttindabaráttunni en þá fækkaði konum á Alþingi úr 30 niður í 24. Körlum fjölgaði hins vegar úr 33 í 39 og í þessum tölum er einnig talinn með karlkyns utanþingsráðherra. Engu að síður eru þingkonur umtalsvert launahærri en starfsbræður þeirra og er munurinn rúmlega 1,1 milljón á sjö mánaða tímabili. Hluti af því er til kominn vegna þess að fimm af ellefu ráðherrum eru konur, sem er hlutfallslega hærra hlutfall en hjá karlpeningnum, og fimm af átta þingflokksformönnum eru konur. Af tuttugu ódýrustu þingmönnunum eru aðeins þrjár konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis