fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stórfelld lögregluaðgerð á Breiðdalsvík: „Það mátti greina mjög skært ljós út um hurðina“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 18. september 2018 15:48

Umrædd skemma á Breiðdalsvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var umfangsmikil aðgerð.  Það var mikið af lögreglubílum sem umkringdu skemmuna og það mátti greina mjög skært ljós út um hurðina,“ segir sjónarvottur á Breiðdalsvík sem fylgdist með umfangsmikilli lögregluaðgerð í bænum. Samkvæmt heimildum DV beindist aðgerði, sem fram fór í morgun, gegn kannabisræktun í umræddri skemmu. Aðgerðinni var stjórnað af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð lögreglunnar á Austurlandi. Ekki liggur fyrir hvað lagt var hald á margar plöntur á þessari stundu.

Skemman sem um ræðir er um 150 fermetrar að stærð. Núverandi eigandi hennar keypti eignina um mitt sumar árið 2013 á nauðungarsölu. Kaupverðið var 400 þúsund krónur. Ekki liggur fyrir hversu lengi grunur er um að ræktun hafi átt sér stað í húsinu.

Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu neitaði að tjá sig um málið að svo stöddu og vildi lögreglan á Austurlandi einnig ekki tjá sig um aðgerðina. Aðgerðin var á allra vörum í bæjarfélaginu en innan við 200 einstaklingar búa á Breiðdalsvík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu