fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Gripið um brjóst Alexöndru á öldurhúsum: „Eru þessi ekta?“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 18. september 2018 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og transkona, segir að það hafi ekki liðið langur tími frá því hún kom út úr skápnum sem kona þar til hún varð fyrir kynferðislegu áreitni.

„Ég hef svolítið setið á mér að deila þessu opinberlega, en ég var búin að vera út úr skápnum furðu stutt að koma fram sem kona og kynna mig þannig, áður en ég fékk mínar fyrstu metoo sögur. Það er lygilegt hvað mörgum karlmönnum á öldurhúsum borgarinnar finnst í lagi að segja „Ok, og eru þessi ekta?“ og grípa svo jafnvel til að prófa. honk honk Það er ekki í lagi,“ segir Alexandra á Facebook.

Í samtali við DV segir hún að þó þetta sé ekki mjög algengt þá hafi það gerst nokkrum sinnum. „Þetta hefur gerst í annars eðlilegum samtölum niðri í bæ, yfir bjór. Oft í kosningabaráttunni voru gæjar sem vissu að ég væri framboði sem vildu ræða einhver mál, spurðu kannski hvað okkur þótti um Borgarlínuna. Svo spurðu þeir fljótlega: „Já, ertu trans?“ og svo næst: „eru þessi ekta?.

Spurðu svo hvort þeir mættu finna. Þá kom gat á mig og ef ég sagði: „Helst ekki“ þá var viðkomandi oft búinn að grípa áður en ég svaraði,“ segir Alexandra og bætir við að þetta hafi sennilega gerst um þrisvar, fjórum sinnum.

Alexandra segir að svona hegðun slái sig talsvert út af laginu. „Þetta setur mig svolítið í stopp. Ég var kannski að hafa gaman af umræðunni þegar þetta gerist allt í einu. En þá er ég sett í þá stöðu, hvort ég eigi að skipta um andrúmsloftið eða gera mál úr þessu. Augljóslega er það ekki ég sem er að breyta andrúmsloftinu. En allt í einu er ég komin í þá stöðu að ábyrgðin á að breyta andrúmsloftinu er komin á mína ábyrgð. Og oftast geri ég það. En ég hef stundum reynt að leiða þetta hjá mér ef ég upplifi mig í viðkvæmri aðstæðu eða virðist ekki þess virði að taka slaginn,“ segir Alexandra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðigangan er í dag

Gleðigangan er í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín Ýr tjáir sig um uppsögnina: „Jú það er rétt, niðurskurðarhnífurinn náði til okkar“

Kristín Ýr tjáir sig um uppsögnina: „Jú það er rétt, niðurskurðarhnífurinn náði til okkar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun