fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tveir karlmenn dæmdir í gæsluvarðhald eftir rán

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 17. september 2018 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. september næstkomandi, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á ráni í fyrirtæki í Hafnarfirði á laugardagskvöld. Annar mannanna var handtekinn rétt við vettvanginn áður en tilkynning um ránið barst lögreglu, en það voru árvökulir lögreglumenn við eftirlitsstörf sem veittu grunsamlegum manni athygli og stöðvuðu för hans. Sá var með muni meðferðis, meðal annars fjármuni, sem hann gat ekki gert grein fyrir.

Hinn maðurinn var svo handsamaður á svipuðum slóðum ekki löngu síðar og voru þeir báðir færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð. Starfsmanni í fyrirtækinu þar sem ránið var framið, var eðlilega illa brugðið en viðkomandi varð þó ekki fyrir meiðslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt