fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

105 ára kona deilir leyndarmálinu sínu að baki langlífinu

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það líklegast algengasta spurningin sem fólk sem komið er yfir tíræðisaldurinn fær, hvað sé leyndarmálið að baki langlífinu. Hin 105 ára Brenda Osborne frá Nottingham á Englandi kom öllum á óvart með sínu svari. Lykillinn að langlífi sé að forðast karlmenn.

Brenda, sem fagnar í dag 105 ára afmæli sínu, segir það karlmannsleysinu, vinnusemi og fersku lofti að þakka að hún sé orðin svona gömul, en hún bjó í hjólhýsi á sumrin eftir að hún fór á eftirlaun fyrir meira en 30 árum.

Hún fæddist árið 1913, sama ár og Ölgerð Egils Skallagrímssonar var stofnuð og Morgunblaðið hóf göngu sína. Brenda bjó í 93 ár í sama húsinu og starfaði sem hjúkrunarfræðingur, þar á meðal í síðari heimstyrjöldinni. Hún tók sér einn veikindadag á 33 árum.

Brenda Osborne.

„Mín heilsa byggir á vinnusemi og að forðast karlmenn,“ sagði Brenda í samtali við fjölmiðla sem heimsóttu hana á hjúkrunarheimilið í tilefni af afmæli hennar. „Ég hef alltaf gaman af því að eiga afmæli en ég varð fyrir vonbrigðum að drottningin skyldi ekki mæta. Ég fékk bréf frá henni en mér finnst nú lágmark að hún komi í heimsókn.“

Þess má geta að Elísabet II Englandsdrottning er 13 árum yngri en Brenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kolbeini misboðið:„Leikhús fáranleikans hefur hér náð nýjum hæðum“

Kolbeini misboðið:„Leikhús fáranleikans hefur hér náð nýjum hæðum“
Fréttir
Í gær

„Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“

„Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar