fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ómar flúði með dætur sínar í annað bæjarfélag út af meintri áreitni þjálfara

Björn Þorfinnsson og Auður Ösp
Föstudaginn 14. september 2018 11:50

Skautahöllin á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiðar aðstæður. Það er alveg sama hvað er gert, iðkandinn kemur alltaf illa út úr svona aðstæðum,“ segir Ómar Már Þóroddsson, faðir þriggja stúlkna, en hann telur dætur sínar hafa orðið fyrir grófri mismunun hjá Skautafélagi Akureyrar. Upphaf málsins má rekja til ágreinings sem kom upp í kjölfar þess að yfirþjálfari hjá félaginu hóf, að sögn Ómars Más, að gera hosur sínar grænar við, þá 17 ára gamla, dóttur Ómars. Ómar gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnar SA við málinu en hann segir ásakanirnar hafa verið virtar að vettugi og málið sagt „óheppilegt.“

Bauð henni út að borða og í bíó

Dætur Ómars, 19, 14 og 8 ára, hafa allar æft listdans á skautum hjá félaginu en umræddur þjálfari, sem kemur frá Hollandi, hefur að sögn Ómars starfað hjá SA síðastliðin tvö ár og þjálfað allar dætur hans. Lýsir Ómar því þannig að hlutirnir hafi breyst til hins verra eftir að yfirþjálfarinn byrjaði að reyna við elstu dóttur hans. Hann hafi meðal annars boðið henni út að borða fyrir utan bæinn og einnig í bíó.

„Þegar hún vildi ekki fara með honum fór það eitthvað í taugarnar á honum og fór hann að þjálfa dætur mínar illa. Hætti að sinna þeim og ætlaði að sleppa því að leyfa þeim að fá þjálfun hjá danskennara eins og allir hinir fengu. Við vorum búin að reyna að tala við hann og sagði hann ástæðuna vera að þeir sem væru í stjórn legðu mikla áherslu á að þeirra börn fengju góða þjálfun og þess vegna gæti hann ekki sinnt stelpunum mínum betur.“

„Bara einhver misskilningur“

Ómar Már kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hann reyndi að bera málið undir stjórn LSA.

„Stjórnin sagði að þetta væri allt saman bara einhver misskilningur. Ég geri mér grein fyrir því að það getur alltaf komið upp misskilningur en hann á aldrei að bitna á börnunum. Ég sagði að það væri undarlegt að þessi misskilningur bitnaði bara á mínum börnum. Ef þetta væri tungumálaörðugleikar þá þyrfti bara að kenna manninum íslensku.

Við náðum þó því í gegn að stelpurnar fengu danstíma eins og hinir iðkendurnir. En ekki batnaði framkoma yfirþjálfarans eða formannsins. Voru ýmis mál kominn upp á borðið svo sem að það átti að láta okkur borga meira en suma aðra iðkendur fyrir æfingabúðir. Ýmislegt annað í framkomunni við okkar dætur var kornið sem fyllti mælinn og þær vildu ekki halda áfram að æfa með þessum klúbbi þar sem þeim var greinilega mismunað bæði af stjórn og þjálfara.“

Gögn af tölvupóstsamskiptum breyttu litlu

Ómar segir þau hjónin eiga afrit af nánast öllum tölvupóstsamskiptum sem sýna svart á hvítu tilraunir yfirþjálfarans til að nálgast dóttur hans. Þau gögn hafi verið lögð fyrir stjórn SA en virtust ekki hafa haft mikið að segja.

„Ég veit til þess að stjórnin kvartaði undan samskiptum við okkur og fékk ÍBA í málið. Þegar ÍBA sá tölvupóstinn var ákveðið að reyna að ná sáttum, reyna að laga þetta.“

Í kjölfarið var haldinn fundur með ÍBA og stjórn SA og formanni SA.
„Það var reynt að ná sáttum, og við vorum alveg tilbúin til þess, eins og ég sagði við konu mína og dætur þá væri allt í lagi að vera þarna áfram ef þetta yrði lagað. Svörin sem við fengum þar voru að þetta mál, að þjálfari væri að reyna við dóttur mína væri jú, vissulega „óheppilegt“ og að það yrði talað um þetta við hann. Ég veit ekkert hvort það var gert eða ekki.

Þegar stjórnin sagði að það væri ekkert að hjá henni þá sagði ég hreinlega að við hefðum ekkert meira að ræða. Ég ætla ekki að gefa neitt eftir hvað þetta varðar og það kemur ekki til greina að ég láti bjóða mínum börnum upp á þetta,“ segir Ómar Már jafnframt, en seinustu samskipti hans við félagið áttu sér stað í mars síðastliðnum. „Þegar bæði stjórn SA og þjálfarinn segja að það sé ekkert að þá er í raun ekkert hægt að gera.“

Mikil fækkun

Ómar segir það skjóta skökku við að segja að allt sé í lagi á sama tíma og fækkað hefur umtalsvert í klúbbnum. Kveðst hann telja að um 15 til 20 prósent iðkenda hafi hætt eftir fund þeirra hjóna með stjórninni í mars síðastliðnum.

„Ég veit fyrir víst að það hafa nokkrir hætt af því að þeim hefur hreinlega ekki verið sinnt. Þegar fólk vissi að við værum að fara úr félaginu þá hringdu nokkrir foreldrar í okkur og hrósuðu okkur fyrir að láta ekki bugast.“

Í kjölfarið tók fjölskyldan þá ákvörðun að mæðgurnar myndu flytja tímabundið til Reykjavíkur til að dæturnar gætu átt möguleika á að æfa íþróttina áfram.

„Þetta er það sem þær langar að gera og þetta er það sem þær eru góðar í. Þær eru búnar að æfa skauta í langan tíma og vilja halda áfram.“

Umræddur þjálfari starfar enn hjá Skautafélagi Akureyrar. DV hafði samband við forsvarsmenn félagsins vegna málsins en viðbrögð þeirra voru að senda eftirfarandi yfirlýsingu til blaðsins: „Í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Skautafélagið vann málið með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðreglur eða mismunað iðkendum. Við teljum málinu lokið af okkar hálfu og munum ekki tjá okkur frekar um það.“ Yfirlýsingin birtist á heimasíðu Skautafélags Akureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hópur öryrkja fer á hjólastólum frá Kambabrún að Skógarfossi

Hópur öryrkja fer á hjólastólum frá Kambabrún að Skógarfossi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman vegna vafa um hvort hann hafi lokið tilskildum prófum

Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman vegna vafa um hvort hann hafi lokið tilskildum prófum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fatlaðir upp á punt

Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýning Björns Braga fordæmd – „Takk og bless, gerum frekar pláss fyrir nýja grínista“

Sýning Björns Braga fordæmd – „Takk og bless, gerum frekar pláss fyrir nýja grínista“
Fréttir
Í gær

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Fréttir
Í gær

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni