fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kolbrún dásamar Guðna forseta og segir hann geta kennt íslenskum stjórnmálamönnum mikið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. september 2018 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Þar fjallar hún um – og raunar dásamar – Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Kolbrún bendir á að í kosningum hafi íslenska þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn en það hafi hún verið þegar hún valdi Guðna sem forseta. „Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi.“

Umhyggja fyrir fólki

Kolbrún rifjar upp ræðu Guðna við þingsetninguna á þriðjudag og segir hún að ræða hans hafi endurspeglað vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju i þess garð.

„Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint.“

Eyða tíma í tilgangslaust karp

Kolbrún segir að þarna hafi Guðni fjallað um hluti sem skipta máli en einnig vikið orðum að því sem litlu skiptir. Hann hafi varað við að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá.“ Hann hafi svo vitnað í orð Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu.

„Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum.“

Beint inn á rétta braut

Kolbrún segir að þetta hafi verið góð áminning hjá Guðna og fleiri en þingmenn Alþingis hefðu gott af því að sitja undir slíkri ræðu og hlusta. Segir Kolbrún að Guðni gæti eflaust sagt eitthvað uppbyggilegt við borgarfulltrúa Reykjavíkur.

„Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni.

Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“