fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hulda Ólöf er búsett í Suður Karólínu þar sem fellibylurinn Florence nálgast: „Fólk er á fullu að hamstra og allar hillur að tæmast“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 12. september 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er klárlega eins og í bíómyndunum. Ég fór til dæmis í Walmart verslun í gærmorgun til að kaupa vatn og smáræði sem okkur vantaði og vatnið var við það að klárast þegar ég fór,“ segir Hulda Ólöf Einarsdóttir sem búsett er ásamt fjölskyldu sinni í Suður Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Fellibylurinn Florence nálgast nú suðurhluta austurstrandar Bandaríkjanna og hefur tæplega einni milljón íbúa, á svæðum í Virginíu, Norður-Karólínu og Suður-Karólínu verið gert að yfirgefa heimili sín. Búist er við því að fellibylurinn nái að teygja sig að ströndum Karólínuríkjanna annað kvöld og á fimmtudagsmorgun. Sérfræðingar telja að hætta sé á miklum flóðum á svæðum nálægt sjó og því hefur íbúum verið gert að hafa sig á brott ef allt fer á versta veg.

Neyðarástandi hefur verið lýst í ríkjum Karólínu, Virginíu og Maryland og hefur Larry Hogan, ríkisstjóri Maryland, varað íbúa við hugsanlegum hörmungum.

Hulda Ólöf og eiginmaður hennar Sigfús Helgi Kristinsson eru búsett ásamt börnum sínum þremur í bænum Irmo í útjaðri höfuðborgarinnar Kólumbíu. Í samtali við DV segir Hulda að fjölskyldan taki tíðindum með ró en þau munu að sjálfsögðu yfirgefa svæðið ef allt fer á versta veg.  „Við erum núna bara að taka inn alla lausamuni, taka til kerti og þess háttar, þar sem að við megum búast við rafmagnsleysi ef partur af fellibylnum lendir á okkur.“

Hulda segir fellibyli algenga á svæðinu á þessum tíma árs en þeir eru þó sjaldan af þessari stærðargráðu.

„Við fengum skilaboð og símhringingu þess efnis í gær að það væri verið að loka öllum skólum til að útbúa neyðarathvarf fyrir þá sem búa við ströndina. Síðan er búið að loka veg 26 í aðra áttina,sem er aðalvegurinn til Charleston. Þar er búið að fyrirskipa að allir íbúar þurfi að yfirgefa svæðið.“

Verslun Walmart í Norður Karólínu fylki. Ljósmynd/ AZFamily.com

Þegar Hulda fór í verslun Walmart í gærmorgun var ekki búið að gefa út tilkynningu um að verið væri að loka skólum og íþróttamannvirkjum.

„Ég frétti það síðan frá vinkonu minni sem býr í götunni að það væri svo mikil örtröð í búðunum að fólk þurfti að leggja bílunum sínum annarstaðar því það voru engin bílastæði laus. Fólk var á fullu að hamstra og allar hillur að tæmast. Samt er ekki von á fellibylnum fyrr en seint á miðvikudag eða á fimmtudagsmorgun.“

Hún segir íbúa bæjarins finna fyrir talsverðu óveðri þessa stundina og nú sé lítið hægt að gera nema bíða og sjá hvað verður.

„Það sem veldur mesta skaða er öll þessi háu tré sem brotna og lenda á rafmagnslínum en trén eru ekki jafn föst í jarðveginum hérna og á Íslandi. En við vonum bara það besta. Vonandi fáum við bara bara hressilegt vont veður og ekkert meira en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “