fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Gjöld hækka á bensín, olíu og bifreiðar

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 10:35

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörugjöld á bensín, olíugjald og bifreiðagjald hækka um 2,5% á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Á það við um almennt og sérstakt vörugjald af bensíni, sem og olíugjald, kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald.

Fram kemur í frumvarpinu að áætlaðar tekjur af bensíngjaldi lækku um 500 milljónir króna frá síðustu fjárlögum en á móti hækki áætlaðar tekjur af olíugjaldi um 400 milljónir.

Vörugjöld af ökutækjum eru talin geta skilað tæplega 9 milljörðum króna á næsta ári. Um er að ræða umtalsverða hækkun frá fyrra ári sem fyrst og fremst má rekja til afnáms afsláttar sem bílaleigur hafa notið af vörugjöldum.

Áætlaðar tekjur af eldsneytisgjöldum eru samanlagt 31,2 milljarðar og lækka lítillega frá fjármálaáætlun. Þar af eru áætlaðar tekjur af bensíngjaldi um 13,2 milljarðar og olíugjaldi um 12,1 milljarðar.

Þá er gert ráð fyrir lítilsháttar söluaukningu á bæði bensín og olíu vegna sístækkandi bílaflota. Aukningin sé þó minni en ella, bæði vegna vaxandi hlutdeildar umhverfisvænna bifreiða og 10% hækkunar kolefnisgjalds. Tekjur af kolefnisgjaldi eru áætlaðar 5,9 milljarðar árið 2019. Gert ráð fyrir 10% hækkun á kolefnisgjaldi sé áætlað er að skili ríkissjóði 550 milljóna króna viðbótartekjum að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“