fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bubbi segir að Arnarlax þurfi ekki að fara að lögum – Einhver hefur gefið fyrirmæli um að Arnarlax skuli látinn í friði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 06:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens segir að laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þurfi ekki að fara að lögum. Þar vísar hann til ítrekaðra kvartana tveggja landeigenda sem hafa kvartað undan meintum brotum á starfsleyfi fyrirtækisins. Umhverfisstofnun hefur hins vegar ekki svarað þessum kvörtunum.

Þetta kemur fram í grein eftir Bubba í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Bubbi á að Arnarlax hafi tæmt sjókvíar sína þann 7. mars og hafi byrjað að setja seiði í þær á nýjan leik þann 6. júní. Þetta hafi verið gert þótt starfsleyfi fyrirtækisins segi að hvíla skuli eldissvæðið í sex til átta mánuði hið minsta.

„Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði.“

Segir Bubbi og bætir við að mengunin frá eldiskvíunum sé mikil og hafi gríðarleg áhrif á lífríkið og þess vegna sé hvíldarákvæðið í starfsleyfinu.

„Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur.“

Segir Bubbi og endar með harðri gagnrýni á Umhverfisstofnun.

„Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni
Fréttir
Í gær

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“
Fréttir
Í gær

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni
Fréttir
Í gær

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?