fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sérðu eitthvað athugavert við þessa klukku? „Okkur var verulega brugðið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það borgar sig að fara að öllu með gát þegar íbúðir eru leigðar í gegnum Airbnb. Skotarnir Dougie Hamilton og kærasta hans komust að þessu á dögunum þegar þau tóku eftir, að því er virtist, sakleysislegri klukku á náttborðinu í herbergi þeirra.

Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða myndavél og telur Dougie augljóst hver tilgangurinn með henni hafi verið. Dougie, sem er 34 ára, var í Toronto í Kanada ásamt kærustu sinni og höfðu þau tekið huggulega íbúð í miðborginni á leigu.

Sem betur fer voru þau ekki búin að vera lengi í íbúðinni þegar þau tóku eftir klukkunni. Þeim fannst eitthvað einkennilegt við hana og þegar betur var að gáð sáu þau að um myndavél var að ræða. Það kom í ljós þegar Dougie tók hana í sundur og sá linsuna með berum augum.

„Við vitum ekki hvort eigandinn hafi verið að horfa eða hvað en okkur var verulega brugðið,“ segir Dougie við Daily Record í Skotlandi.

Dougie velkist ekki í vafa um það í hvaða tilgangi myndavélin var sett á þennan tiltekna stað. „Hún sneri að hjónarúminu og það er augljóst að hún átti að sjá allt.“

Lögregluyfirvöld í Toronto staðfestu að þau hefðu málið til rannsóknar og þá segir Dougie að forsvarsmenn Airbnb líti málið alvarlegum augum. Þau muni fá endurgreitt og þá verði þessi íbúð ekki leigð út aftur meðan málið er til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“