fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Grunaðir um að hafa stolið 180 þúsund sígarettum úr Leifsstöð

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. september 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa stolið allt að 900 kartonum af sígaretttum, eða 180 þúsund sígarettum, úr fríhöfninni í Leifsstöð.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum er talið að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Eru mennirnir grunaðir um að hafa bókað miða til útlanda en ekki farið í flugið, þess í stað hafi þeir farið í fríhöfnina og stolið sígarettukartonum sem þeir komu fyrir í ferðatöskum.

Einn mannanna var með pöntunarlista frá væntanlegum kaupendum í fórum sér.

Rannsóknin, gerð gerð var í samvinnu við tollgæsluna og ISAVIA, er á lokastigi. Húsleit var gerð á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt var hald á þýfi og ferðatöskur fullar af sígarettukartonum. Tveir mannanna hafa komið við sögu lögreglu áður, þrír hafa viðurkennt aðild sína að málinu. Segir lögregla að við skýrslutökur hafi komið í ljós að einhverjir mannanna hafi stundað stórfellt smygl á sígarettum til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt