fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fimmtungur háskólanema hefur notað örvandi efni án þess að hafa fengið lyfseðil

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 05:32

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 20 prósent háskólanema hefur notað örvandi efni sem þeir hafa orðið sér úti um án þess að hafa fengið lyfseðil fyrir þeim. Flestir nota lyfin til að reyna að geta einbeitt sér betur í prófaundirbúningi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, gerði. Hún segir þetta vera mikið áhyggjuefni enda sé ekki að ástæðulausu sem lyfjum sé ávísað til persónulegra nota.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nemarnir hafi sagt Jönu að algengast sé að þeir fái lyfin hjá einhverjum sem hefur fengið þau á löglegan hátt.

Í könnuninni sögðust 29 prósent nota lyfin til að bæta námsárangur og einbeitingu, 28 prósent sögðust eingöngu nota þau í prófaundirbúningi. Færri sögðust nota lyfin í afþreyingarskyni eða til að draga úr svefnþörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni