fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bogi minnist þess sem hann má ekki í dag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn góðkunni, Bogi Ágústsson, minnist þess á Facebook-síðu sinni að fyrir sex árum hafi hann haft meira frelsi en nú til að styðja góð málefni. Þá var hann andlit dagsins í átaki á vegum Kvennaathvarfsins en það væri honum óheimilt í dag þar sem reglur RÚV hafi verið hertar hvað þetta varðar.

„Við höfum hert reglurnar á fréttastofunni svo fréttamenn taka ekki lengur þátt í neins konar herferðum. Fyrir sex árum var mér hins vegar ljúft að að taka þátt í átaki til styrktar Kvennaathvarfinu,“ skrifar Bogi og deilir færslu Samtaka um kvennaathvarf frá árinu 2012.

Það vakti talsverða athygli árið 2016 þegar nýjar siðareglur fréttamanna RÚV tóku gildi og var starfsmönnum þá meinað að taka afstöðu í málefnum opinberlega. „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum,“ segir í siðareglum.

Þetta var gagnrýnt af mörgum, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma, en IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga og tjáningarfrelsi, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þetta ákvæði var sagt stangast á við stjórnarskrárbundin ákvæði um tjáningarfrelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis