fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Bannað að kaupa bensín- og díselbíla eftir 2030

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. september 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bannað verður að nýskrá dísel- og bensínbifreiðar eftir árið 2030. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Fram kemur að kannaðir verði möguleikar á undanþágum í sérstökum tilfellum, s.s. út frá byggðasjónarmiðum. Segir í aðgerðaráætluninni að þessi aðgerð sé ekki síst mikilvæg vegna þeirra skilaboða sem í henni felst fyrir bílaframleiðendur.

Aðgerðaráætlunin miðar að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum. 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum en það er margföldun miðað við undanfarin ár.

Ríkið á að bara að kaupa vistvæna bíla

Ljósmynd: DV/Hanna

Aðgerðirnar eru í fjórum flokkum. Fyrstu tveir flokkarnir geyma tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að orkuskiptum, annars vegar í samgöngum og hins vegar á öðrum sviðum. Þriðji flokkurinn fjallar um aðgerðir til að efla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Fjórði flokkurinn snýr að margvíslegum aðgerðum á öðrum sviðum, þar á meðal minni sóun og bætta meðferð úrgangs, aukna fræðslu, stuðning við nýsköpun og loftslagsvæna tækni, loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og aðgerðir í landbúnaði og iðnaði.

Styrkja á almenningssamgöngur með heildstæðum hætti með það að markmiði að fjölga farþegum og nota umhverfisvæna vagna. Segir í aðgerðaráætluninni að ráðist verði í uppbyggingu innviða, bæði samgöngumiðstöðva og forgangsakreina þar sem það á við.

Ríkið á að verða leiðandi í samfélaginu þegar kemur að hlutfalli visthæfra bíla og þeim verði fjölgað eins hratt og mögulegt er, m.a. með kröfum um að ætíð skuli kaupa rafbíl eða visthæft ökutæki við endurnýjun.

100 þúsund vistvænir bílar 2030

Fram að því að bannað verði að nýskrá bensín- og díselbíla verður stefnt að því að losun frá vegasamgöngum minnki um rúmlega 35% til 2030 miðað við 2005, þannig að hún verði um 500 þús. tonn árið 2030. Segir í aðgerðaráætluninni að losun frá vegasamgöngum gæti að óbreyttu mögulega náð allt að milljón tonnum af CO2 í ár, svo þetta þýddi um helmings minnkun á losun.

Reiknað er með að þessu markmiði verði náð einkum með stórauknu hlutfalli rafbíla og annarra vistvænna ökutækja í bílaflotanum. Nú eru um 280.000 skráðar bifreiðar á Íslandi, en nýskráningar eru um 10-20.000 bílar á ári. Stefna ætti að því að hækka til muna hlutfall rafbíla og annarra vistvænna ökutækja, þannig að þeir verði a.m.k. um 100.000 árið 2030.

Hér má lesa aðgerðaráætlunina í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“