fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stungin 119 sinnum eftir að hún upplýsti ástmann sinn að hún væri trans

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 9. september 2018 21:30

Dee Whigham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri var stungin til bana eftir að hún upplýsti ástmann sinn að hún væri trans og hefði fæðst karlmaður. Dwanya Hickerson, 21 árs nemi í veðurfræði, var í dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa stungið Dee Whigham alls 119 sinnum. Sagði hann við dóminn að þau hefðu stundað kynlíf og hún svo sagt honum að hún hefði fæðst sem karlmaður, hann hefði þá brjálast og stungið hana í blindri reiði.

Þau kynntust á netinu og ákveðið að hittast í borginni Biloxi í Mississippi. Þau fóru saman á hótel kl. 20:30 þann 23.júlí í fyrra. 23 mínútum síðar sést Hickerson ganga rólegur út af hótelinu. Vinir hennar fundu hana látna á hótelinu síðar um kvöldið.

Dwanya Hickerson.

Hickerson var eftirlýstur vegna málsins, þegar hann var handtekinn viðurkenndi hann að hafa stundað kynlíf með Whigham og banað henni eftir að hún sagði honum að hún væri trans. „Ég missti mig, ég missti mig,“ sagði hann við dóminn, kvaðst hann ekki muna hvað hefði gerst í kjölfarið.

Hann átti yfir höfði sér dauðarefsingu en samdi við saksóknarann um 40 ára fangelsi án möguleika á reynslulausn ef hann játaði. Hann játaði einnig að hafa stolið veski Whigham og bætti það 15 árum við fangelsisvistina.

Móðir Whigham var ekki sátt við niðurstöðuna. Sagði hún við blaðamenn að hún hefði Hickerson tækifæri á að hitta fjölskyldu sína aftur, hún fengi hins vegar aldrei að hitta dóttur sína aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala