fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Strákur blindaðist eftir að hafa óhlýðnast móður sinni og beint leysigeisla í augað á sér

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur blindaðist og er með varanlega sjónskertur á báðum augum eftir að hann beindi leysigeisla í eigin augu. Um var að ræða grænan leysigeisla sem móðir hans keypti í leikfangaverslun.

Emma Carson, frá Essex á Englandi, keypti leysigeislan fyrir son sinn, Archie, til að hann gæti notað hann til að leika við köttinn sinn. Í samtali við breska fjölmiðla segir Emma að hún hafi ítrekað varað Archie við að beina geislanum aldrei í augun á sér eða öðrum.

Hann lét sér ekki segjast og blindaðist. Hann getur ekki lesið, farið yfir götu eða spilað íþróttir. Læknar telja skemmdirnar varanlegar, skemmdirnar á auganu eru öllu meiri hægra megin þar sem Archie byrjaði að horfa á geislann.

„Ég hefði aldrei, aldrei, aldrei dottið í hug að eitthvað sem maður keypti í leikfangabúð geti verið svona hættulegt. Og það er ennþá verið að selja þetta,“ segir Emma í samtali við breska dagblaðið Metro. „Þetta breytir lífi hans. Ég þarf að standa mjög nálægt honum til að hann sjái andlitið mitt.“

Fjölskyldan hyggst fara í mál við framleiðandann og söluaðilann, en svo sterkir geislar eru ekki heimilaðir til almennrar sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum