fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

CCP selt til Suður-Kóreu fyrir 46 milljarða króna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. september 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóreski leikjaframleiðandinn Pearl Abyss, sem m.a. gefur út leikinn Black Desert Online, hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP, sem gefur út leikinn EVE Online. Kaupverðið nemur alls 425 milljónum dala sem er jafnvirði um 46 milljarða íslenskra króna. Eftir viðskiptin mun Pearl Abyss eiga allt hlutafé CCP. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað, þá mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og Sjanghæ.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst frá fyrirtækinu í morgun.

Þar segir að Pearl Abyss leikjafyrirtækið hafi verið stofnað árið 2010 en það gaf fyrst út fjölspilunarleikinn Black Desert Online í Kóreu árið 2014. „Leikurinn hefur hlotið mikið lof og nýtur gríðarlegra vinsælda. Frá því að Pearl Abyss var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að kaupa alþjóðlega leikjafyrirtæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heimsvísu. Verðmæti fyrirtækisins við síðustu viðskipti í kóresku kauphöllinni var jafnvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Pearl Abyss sló tekjumet á fyrri helmingi þessa árs þegar farsímaútgáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu.“

Þá segir að Pearl Abyss hafi notað ráðgjafar Deutsche Bank og lögmannsstofanna Kim & Chang og LEX við kaupin. CCP til aðstoðar voru The Raine Group og lögmannsstofurnar White & Case LLP og LOGOS.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í tilkynningunni að hann sé spenntur yfir þessu. „Ég hef verið aðdáandi Pearl Abyss allt frá því að ég skoðaði Black Desert Online vefsíðuna fyrst og í kjölfarið spilaði ég leikinn oft og mörgum sinnum. Pearl Abyss er eitt mest spennandi og hraðvaxandi fyrirtækið í leikjaiðnaðnum í dag. Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og framtíðarsýn. Ég held að fyrirtækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrirtækin, leikina sem við þróum og – það sem mestu skiptir – spilarana okkar.“

Þá segir Birgir Már Ragnarsson hjá Novator Partners, stjórnarformaður CCP, hefur mikla trú á að félögin muni halda áfram að vaxa.

„Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005 og hefur verið leiðandi fjárfestir í félaginu í rúm 13 ár, í góðu samstarfi við meðfjárfestana General Catalyst Partners og síðar einnig New Enterprise Associates. Á þeim tíma hefur CCP vaxið úr því að hafa nokkra tugi starfsmanna í að reka starfsstöðvar víða um heim með hundruðum starfsmanna. Hilmar Veigar Pétursson og allt hans skapandi og einarða teymi hefur byggt upp félag, sem Novator lætur nú stolt í hendur Pearl Abyss. Saman verða þessi félög firnasterk og í góðri stöðu til að halda áfram að vaxa.“

Robin Jung, forstjóri Pearl Abyss, segir í tilkynningunni: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá CCP Games í hópinn nú þegar Black Desert Online nýtur æ meiri vinsælda um allan heim. CCP er reynslumikill leikjaframleiðandi með yfir 15 ára reynslu og þekkingu á stafrænni dreifingu. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel í því að styrkja og viðhalda spilarahóp EVE og við vonumst til að læra af þeim og nýta þá þekkingu í leikjum Pearl Abyss. Ég er fullviss um hin þekktu hugverk CCP ásamt reynslu þeirra af alþjóðlegri útgáfu muni efla bæði fyrirtækin í að halda áfram að þróa bestu fjölspilunarleikina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Guðni gagnrýnir Gísla Martein: Stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“

Guðni gagnrýnir Gísla Martein: Stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“
Fréttir
Í gær

Réðst á mann í Laugardalnum – Hélt hann væri að hlæja að sér

Réðst á mann í Laugardalnum – Hélt hann væri að hlæja að sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti – Sólveig býst við verkfallsbrotum

Verkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti – Sólveig býst við verkfallsbrotum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með mikið magn fíkniefna

Handtekinn með mikið magn fíkniefna