fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fimm ára sonur Kristins bragðaði á amfetamíni sem hann fann á leikskólalóðinni í gær

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. september 2018 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fengum hringingu frá leikskólanum um hálf fjögur leytið í gær þess efnis að hann hefði fundið poka með hvítu dufti á leikskólalóðinni og sett það upp í sig. Ég hljóp upp í leikskóla og hafði samband við eitrunarmiðstöð Landspítala og þar var okkur ráðlagt að fara upp á Barnaspítala,“ segir Kristinn Ólafur Smárason í samtali við DV.

Fóru beint upp á spítala

Kristinn er faðir fimm ára drengs sem fann poka sem innihélt amfetamín á leikskólalóð Fagrabrekku í Kópavogi í gær. Í samtali við DV segir Kristinn að þegar hann kom upp í leikskóla hafi sem betur fer ekkert virst ama að drengnum en þeir þó farið rakleitt upp á spítala þar sem pilturinn gekkst undir rannsóknir, tekið var hjartalínurit og þvagprufa til dæmis.

Ekkert kom út úr þessum rannsóknum og því virðist sonur Kristins sem betur fer ekki hafa sett nægilegt magn upp í sig til að efnið mældist í honum. Meðan Kristinn og sonur hans voru á Barnaspítalanum kom lögreglan og tók efnið með sér til greiningar. Um klukkustund síðar lágu niðurstöðurnar fyrir þess efnis að um amfetamín hefði verið að ræða.

Vont á bragðið

Ekki þarf að fjölyrða um það hversu illa hefði getað farið ef drengurinn hefði tekið of stóran skammt af efninu.

Kristinn segir að það hafi jafnvel verið lán í óláni að sonur hans hafi fundið amfetamínið og farið með það til leikskólakennarans en ekki einhver yngri og með minna vit. Fór pilturinn með það til kennarans til að fá vatnssopa þar sem amfetamínið var svo vont á bragðið.

Í samtali við DV segir Kristinn að hann sé búsettur nærri leikskólanum og sjái yfir lóðina. Að undanförnu hafi hann tekið eftir fólki á lóðinni sem virðist vera einhverskonar samkomustaður fyrir fólk sem er löngu útskrifað úr leikskóla, eins og hann orðar það.

Snör og rétt viðbrögð

Kristinn tekur skýrt fram að ekki sé við starfsfólk leikskólans að sakast; það gangi um leikskólalóðina alla morgna til að passa að óæskilegir hlutir séu ekki á lóðinni þar sem börnin eru að leik.

Kristinn segist þakklátur fyrir að syni hans hafi ekki orðið meint af og hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að láta það vera að snerta hluti sem þau finna úti á götu. Segist Kristinn að lokum ætla að hringja á lögregluna næst þegar hann sér fólkið sem hengur á leikskólalóðinni á kvöldin. Þá kveðst hann að lokum vilja þakka starfsfólki Fögrubrekku fyrir snör og rétt viðbrögð sem og starfsfólki Barnaspítala Hringsins sem tók vel á móti þeim feðgum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“