fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Rúmlega helmingur Íslendinga ýtir minnst einu sinni á „snús“ takkann á morgnana

Auður Ösp
Mánudaginn 3. september 2018 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem það reynist námsmönnum hvað erfiðast að komast fram úr rúminu á morgnanna en tæplega tveir af hverjum þremur þeirra ýta að minnsta kosti einu sinni á „snús“ takkann (e. snooze). Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 25. júlí til 1. ágúst.

Kváðust 48 prósent svarenda ýta einu sinni eða oftar á „snús“ takkann á morgnanna, þar af 17 prósent yfirleitt einu sinni en 6 prósent fimm sinnum eða oftar. Þá sögðust 39 prósent svarenda yfirleitt vinna bug á freistingunni til að „snúsa“ og 13 prósent reyndust hetjur sem þurftu ekki á vekjaraklukku að halda.

Samkvæmt þessum tölum reyndust Íslendingar öllum svefnværari heldur en svarendur sambærilegra breskra og bandarískra kannana, þar sem einungis 14 prósent Breta og 15 prósent Bandaríkjamann sögðust „snúsa“ þrisvar eða oftar á morgnana, samanborið við rúm 17 prósent Íslendinga.

Körlum reyndist öllu erfiðara að komast fram úr rúminu á morgnanna en 8 prósent þeirra sögðust að jafnaði „snúsa“ fimm sinnum eða oftar á morgnanna, samanborið við 4 prósent kvenna. Karlar reyndust jafnframt líklegri en konur til að nota ekki vekjaraklukku en 15 prósentkarla kváðust ekki nota vekjaraklukku, samanborið við 11 prósent kvenna.

Mun var einnig að sjá á „snús“ venjum eftir aldri en landsmenn undir þrítugu „snúsuðu“ meira heldur en aðrir aldurshópar.  Af þeim 68 ára og eldri voru 49 prósent sem ekki nota vekjaraklukku og einungis 15 prósent sem sögðust „snúsa“ einu sinni eða tvisvar.

Námsmenn virtust þó eiga erfiðustu morgnanna af öllum lýðfræðihópum en tæp 66% þeirra sögðust „snúsa“ að minnsta kosti einu sinni og 20% sögðust „snúsa“ fimm sinnum eða oftar. Viljastyrkurinn til að ýta ekki á „snús“ takkann reyndist hins vegar mestur hjá stjórnendum og æðstu embættismönnum en rúm 53% þeirra sögðust yfirleitt ekki falla í „snús“ gildruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT