fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Óttar geðlæknir útilokar að Trump sé geðveikur

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. september 2018 16:00

Óttar Guðmundsson og Donald Trump. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson geðlæknir segir það af og frá að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé geðveikur, þvert á móti sé hann alveg í sambandi við raunveruleikann. Það sé heldur ekkert sem bendi til þess að hann sé siðblindur. Óttar mætti í Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun til að ræða geðgreiningu á forsetanum en um helgina sagði Bruce Hayman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kanada, að hegðun Trumps gagnvart Kanada vera skilgreininguna á geðveiki. Óttar segir það út í bláinn og gera lítið úr geðlæknisfræðinni.

„Ég held að Trump sé ekki geðveikur. Hann er með ákveðinn persónuleika og kannski ákveðna persónuleikaröskun. Sem nú er kölluð persónuleika-syndrome. Hann er með persónuleika sem einkennist af því hvað hann sé sjálfmiðaður, hann er svona narsissískur eins og það er kallað á geðlæknamáli. Hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og sínum ákvörðunum, skoðunum og sinni dómgreind,“ segir Óttar.

Hann tekur þó fram að geðlæknum hér á landi sé bannað að geðgreina einstaklinga úr fjarlægð, tók hann jafnframt fram í gríni að geðlæknum hér á landi væri stranglega bannað að geðgreina Framsóknarmenn. Til að geðgreina einstakling þurfi að taka viðtal við viðkomandi og greina eftir viðmiðum stéttarinnar. Það sé þó ekkert sem bendi til þess að Trump sé geðveikur.

Þáttastjórnendur, Sigmar Guðmundsson og Björg Magnúsdóttir, gengu hart á Óttar og vildu vita hvort Trump gæti verið siðblindur eða veruleikafirrtur. Óttar sagði Trump ekki vera veruleikafirrtan: „Hann virðist vera algjörlega í sambandi við raunveruleikann, þann raunveruleika sem hann trúir á.“ Varðandi siðblindu sagði Óttar Trump ekki vera fyrsta Bandaríkjaforsetann sem héldi fram hjá, það hafi Bill Clinton gert í Hvíta húsinu sjálfu.

Óttar segir að Trump standi einfaldlega fyrir utan veruleika álitsgjafa, fjölmiðla og staðreyndavakta: „Hann er ekki í veruleika álitsgjafana, bara sínum eigin. Það er ekki veruleikafirring, það er eru til svo margir veruleikar.“

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óttar, viðtalið byrjar á 1:08:40.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni