fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 04:40

Guðmundur Ingi Þóroddsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur hlotið þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina en hann hefur verið meira og minna í fangelsi í tæplega 20 ár. Frá aldamótum hefur hann hlotið þrjá þunga dóma vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Það kom honum því mjög á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt nýlega að ekkert brot er skráð í það.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í samtali við blaðið gantaðist Guðmundur með að hann hafi verið að hugsa um að fara beint niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá í apríl og á eftir að vera þar í 11 mánuði áður en hann lýkur afplánun sinni undir rafrænu eftirliti.

Það er því ekki að furða að Guðmundi hafi brugðið í brún þegar hann fékk sakavottorðið afhent og á því stóð: „Ekkert brot“.

Hann vakti sjálfur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni. Ljóst er að eitthvað hefur farið úrskeiðis við skráningar í sakaskrána því samkvæmt reglum ríkissaksóknara á að færa brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni á sakaskrá fólks. Ef meira en fimm ár eru liðin frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus á ekki að tilgreina dóma. Guðmundur ætti því ekki að vera með hreint sakavottorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“