Ólafur Ingi Jónsson verkefnastjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja er látinn aðeins 56 ára að aldri, en hann var bráðkvaddur á heimili sínu í gær.
Ólafur hafði starfað hjá Brunavörnum Suðurnesja síðan 1989, fyrst sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, varðstjóri og síðan verkefnastjóri. Í gegnum tíðina hefur Óli, sem hann var oftast kallaður gegnt hinum ýmsu störfum fyrir Brunavarnir Suðurnesja, sem og Brunamálaskólann, en á báðum stöðunum var hann mikið að kenna öðrum slökkviliðsmönnum bæði ungum sem öldnum og um allt land.
Hann lætur eftir sig eftirlifandi eiginkonu Helgu Jakobsdóttir en saman áttu þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Starfsfólk Lögreglustjórans á Suðurnesjum heiðrar minningu Óla með eftirfarandi orðum: „Óli hefur lokið sínu síðasta útkalli, blessuð sé minning um góðan mann og megi Guð veita fjölskyldu hans styrk á erfiðum tímum.“