fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Flugþjónn Wowair leikur Magnús Hlyn í fyndnasta myndbandi sem þú hefur séð í dag: „Lét alla gleyma smá seinkun“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugþjónninn í flugi Wowair frá Keflavík til Alicante sló á létta strengi fyrir flugtak í gær og las öryggisreglur vélarinnar sem fjölmiðlamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sjáðu kostulegt myndband af atvikinu hér að neðan.

Það var Twitter-notandinn Jakob Kristinsson sem birti myndband af atvikinu á Twitter í gærkvöldi. „Flugþjónninn hjá Wowair lét alla gleyma smá seinkun á fluginu með því að taka Magnús Hlyn,“ skrifaði Jakob sem veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta myndbandið.

Uppátækið mældist vel fyrir hjá gestum vélarinnar að sögn Jakobs. „Meðalaldurinn var frekar hár í fluginu þannig að það voru flestir sem þekktu Magnús Hlyn, fór vel í farþegana og flugþjónninn uppskar mikið klapp,“ sagði Jakob í samtali við DV.

Magnús sjálfur hefur tjáð sig um atvikið á Facebook þar sem hann veltir því upp hvort samkeppnisaðilinn, Icelandair geti toppað þetta. „Mér finnst frábært þegar það er gert grín að mér. Nú er spurning hvort einhver flugþjónn hjá Icelandair getur ekki toppað þetta?“ skrifar Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“