Tollverðir í Reykjavík fundu í vikunni tvær sundurteknar hálfsjálfvirkar haglabyssur við hefðbundna leit í flutningaskipinu Arnarfelli sem var að koma til Íslands frá Evrópuhöfnum.
Byssunum hafði verið komið fyrir í millivegg í einum klefa skipsins. Við frumrannsókn tollvarða á vettvangi játaði einn áhafnarmeðlimur skipsins að hafa komið byssunum fyrir.
Byssusmygl er brot á vopnalögum og hefur tollgæsla sent málið áfram til rannsóknar lögreglu.