fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ungir drengir léku sér með virka sprengjukúlu á Seyðisfirði – Sprengjusérfræðingar kallaðir út

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út í vikunni eftir að fjórir drengir á aldrinum 11-12 ára fundu torkennilegan hlut. Eftir athugun sprengjusérfræðinga kom í ljós að um virka sprengjukúlu væri að ræða. Kúlunni var í kjölfarið eytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem send var fjölmiðlum.

Mikil mildi þykir að sprengjan hafi ekki sprungið í höndum drengjanna en þeir höfðu leikið sér með sprengjukúluna og kastað henni á milli sín áður en þeir gerðu foreldrum sínum viðvart. Talið er að sprengjukúlan komi úr loftvarnabyssu breska olíuskipsins El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Landhelgisgæslan vill því brýna fyrir fólki að láta lögreglu eða Landhelgisgæsluna vita tafarlaust ef það finnur torkennilega hluti og snerta þá ekki. Ef vafi leikur á um hvort um sprengju sé að ræða er mikilvægt að sprengjusérfræðingar skeri úr um slíkt,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg