Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í ákæru héraðssaksóknara komi fram að „Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er þeir skattar sem ákærði kom sér undan að greiða og vextir af því fé, sem ákærði þvættaði með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna“.
Júlíus viðurkenndi að um tekjur væri að ræða sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og þar af leiðandi greiddi hann ekki tekjuskatt eða útsvar af þeim. „Hann hefur hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað.“ Segir í ákærunni.