Hlutabréf í Icelandair hafa fallið mikið í verði það sem af er degi en skömmu fyrir tíu í morgun höfðu bréfin lækkað um tæp 20 prósent. Eftir því sem liðið hefur á morguninn hefur gengið þó aðeins hækkað á ný.
Lækkunin kemur í kjölfar frétta af því að Björgólfur Jóhannsson sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair lausu. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, tekur tímabundið við forstjórastarfinu þar til stjórnin hefur ráðið nýjan forstjóra.
Í tilkynningu er haft eftir Björgólfi að þó búið sé að taka á þeim vandamálum sem hafa leitt til verri afkomu Icelandair þá sé það ábyrgðarhluti að breytingunum hafi ekki verið fylgt eftir með fullnægjandi hætti og að hafa ekki brugðist fyrr við. Þá ábyrgð telji Björgólfur rétt að axla og láti því af störfum sem forstjóri félagsins.