fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Björgólfur hættur sem forstjóri Icelandair

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 05:26

Björgólfur Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson er hættur sem forstjóri Icelandair. Hann tilkynnti þetta í gærkvöldi í kjölfar nýrrar afkomuspár félagsins en hún lækkaði frá því sem áður var. Í tilkynningu er haft eftir Björgólfi að ákvarðanir hans hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann beri ábyrgð á því gagnvart stjórn félagsins og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, tekur tímabundið við forstjórastarfinu þar til stjórnin hefur ráðið nýjan forstjóra.

Í tilkynningu er haft eftir Björgólfi að þó búið sé að taka á þeim vandamálum sem hafa leitt til verri afkomu Icelandair þá sé það ábyrgðarhluti að breytingunum hafi ekki verið fylgt eftir með fullnægjandi hætti og að hafa ekki brugðist fyrr við. Þá ábyrgð telji Björgólfur rétt að axla og láti því af störfum sem forstjóri félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu