fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Valur ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana – Man ekki eftir neinum átökum

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 10:55

Skjáskot/Fréttir Rúv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, segist lítið muna frá kvöldinu sem bróðir hans dó. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Það síðasta sem hann man er óljós mynd af andliti. Hann útilokar ekki að það sé andlit Ragnars bróður hans. Það er Rúv sem greinir frá þessu en aðalmeðferð málsins sem hófst í morgun.

Ragnar fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars síðastliðinn. Þeir bræður höfðu þá kvöldið áður setið að sumbli, ásamt Erni þriðja bróðurnum. Hann hefur ákveðið að gefa ekki skýrslu vegna náinna tengsla við ákærða.

Að sögn Vals ræddu þeir bræður margt kvöldið örlagaríka, meðal annars drauma Vals um að færa bæjarstæðið að Gýgjarhóli. „Þegar við fórum að ræða það kom eitthvað ólundargeð í hann,” sagði Valur við skýrslutöku í morgun, að því er fram kemur á vef Rúv. Eftir það kveðst Valur ekki muna neitt.

Aðspurður um hvort hann hafi áður verið árásargjarn undir áhrifum áfengis sagði Valur svo vera. Hann kvaðst þó aldrei hafa lagt hendur á Ragnar bróðir sinn. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Val einnig út í blóð sem fannst undir fæti hans. Hann skýrði það út á þann hátt að það hlyti að hafa komið þegar hann kom að bróður sínum um morguninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT