fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Óprúttnir aðilar auglýstu Sigrúnu sem hóru: „Einn bauð mér 45 þúsund fyrir það að fá að stinga honum inn“ – Sjáðu skilaboðin

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Dóra Jónsdóttir, baráttukona hefur undanfarna daga fengið á annan tug skilaboða frá karlmönnum sem óska eftir því að kaupa af henni kynlíf. Eftir að hafa rætt við nokkra menn kom í ljós að búið var auglýsa þjónustu Sigrúnar á lokuðum Facebook-hópum þar sem umræður um vændi fara fram. Sigrún hefur aldrei stundað vændi og biðlar til þeirra sem auglýsa þjónustu hennar að hætta því.

„Hef oft hafnað karlmönnum“

Sigrún segir að á þessum lokuðu Facebook-síðum auglýsi menn eftir vændiskonum til kaupa. Óprúttinn aðili eða aðilar hafa svo skilið eftir nafn Sigrúnar og mælt með henni. „Ég veit ekki hvort tannálfurinn taki peninga af koddanum mínum en ég man allaveganna ekki eftir því að hafa fengið pening fyrir að sofa hjá einhverjum,“ segir Sigrún í samtali við DV.

Hún veit ekki hver stendur á bakvið uppátækið en útilokar ekki að einn af þeim fjölmörgu karlmönnum sem hún hefur neitað um vinskap á Facebook eigi þar í hlut. „Ég hef oft hafnað karlmönnum og margir taka því mis vel en þegar farið er að auglýsa mig sem vændiskonu þá er mér hætt að standa á sama,“ segir hún.

Sigrún vonast til þess að með því að stíga fram og greina frá málinu sjái fólk hið rétta í málinu. „Almenningur er bara svo mökk heimskur að fólk gleypir við öllu sem hann les,“ segir Sigrún sem greindi fyrst frá málinu í færslu á Facebook. 

Dæmir engan

Þó svo að hún vilji ekki gangast við því að stunda vændi sjálf vill hún alls ekki dæma fólk sem stundar slíka iðju. „Ég er ekki að dæma fólk sem er í þessu. Vændi er elsta starfsgrein á Íslandi og ef ég gæti sængað hjá hverjum sem er þá myndi ég taka peninga fyrir það. Ég bara er ekki þannig og ég vill ekki láta bendla mig við svona. Fólk má kaupa og selja það sem það vill en ekki ljúga upp á mig,“ segir Sigrún.

Mikill peningur í boði

Eins og áður segir fékk Sigrún á annan tug skilaboða í gær og í nótt þar sem karlmenn óskuðu eftir því að kaupa þjónustu hennar. Hér að neðan má sjá brot af þeim skilaboðum sem bárust Sigrúnu. Hún segir augljóst að miklir peningar séu í boði.

„Miðað við þessi skilaboð sem ég fékk í gær hefði ég getað halað inn 200 þúsund kall með 2 tíma vinnu. Einn bauð mér 45 þúsund fyrir það að fá að stinga honum inn. Það var einn sem vildi borga 25 þúsund fyrir bara að fá að sjá andlitið á mér,“ segir Sigrún að lokum.

Dæmi um skilaboð sem Sigrún fékk

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt