Það var risapottur á Enska getraunaseðlinum í gær og var einn íslenskur tippari með 13 rétta á seðlinum. Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum kemur fram að fimmtán milljónir króna, hvorki meira né minna, komi í hans hlut.
Tipparinn getspaki er Suðurnesjamaður og styður Keflavík. Getraunaseðilinn keypti hann á netinu og kostaði getraunaseðillinn aðeins 648 krónur. Tipparinn setti þrjú merki á þrjá leiki en hinir tíu leikirnir voru með einu merki.
Íslenskar getraunir óskar tipparanum getspaka til hamingju með vinninginn.