fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 15:19

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa hefur kyrrsett flugflota Flugakademíu Keilis í annað sinn. Frá þessu greinir RÚV. Ástæðan var sú að flugvirki sem starfaði við eftirlit á vélunum og sá um að votta um ástand þeirra hafði ekki tilskilin leyfi.

Flugfloti Flugakademíunnar var einnig kyrrsettur í nokkrar vikur á síðasta ári og var þá af sambærilegri ástæðu og nú.

Í samtali við RÚV segir Rúnar Árnason forstöðumaður Flugakademíu Keilis að komið hafi í ljós að skoðun á nokkrum flugvélum var staðfest af réttindalausum starfsmanni. Verið sé að endurskipuleggja allt viðhaldskerfi og þar með verkferla.

Þá segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis að í kjölfar kyrrsetningarinnar á seinasta ári hefði verið farið yfir alla ferla og gæðahandbækur og verkskipulag endurskoðað. Segir hann kyrrsetninguna hluta af því að auka gæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala