fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Líf ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun“

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 22:06

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ullaði fram í Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarráðs í dag. Málið rataði alla leið í fundargerð borgarráðs en þar kvörtuðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins undan hegðun Lífar.

Í fundargerð eru gerðar athugasemdir við framkomu Lífar. „Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi,“ segir í fundargerð.

Í frétt Stundarinnar um málið í kvöld kemur fram að Líf hafi beðið Mörtu afsökunar skömmu eftir atvikið. Marta gerði lítið fyrir þá afsökun. „Hún bað mig afsökunar í fundarhléi, þegar hún varð þess áskynja að ég ætlaði að bóka um málið. Ég lít svo á að með því hafi hún verið að reyna að koma í veg fyrir að ég legði fram bókunina,“ segir Marta í samtali við Stundina.

Líf tjáði sig um málið á Facebook í kvöld. Þar segist hún einfaldlega hafa verið að grínast. „Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun í þrúgandi og kúgandi aðstæðum eftir að maður hefur verið málefnalegur og sanngjarn í sínum málflutningi en fær ómálefnaleg viðbrögð á móti? Jú – maður reynir að slá þessu öllu upp í grín og létta andrúmsloftið og losa sig úr störukeppninni með því að ulla bara á viðkomandi, lyfta brúnum og brosa. Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna nein svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja,“ skrifar Líf.

Hún reiknar ekki með frekari eftirmálum. „Þetta mál er löngu búið af minni hálfu og því lauk strax í morgun þegar ég bað Mörtu afsökunar kunni ég að hafa sært hana með þessu glensi. Nóg um það,“ skrifar Líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“