fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðrún sagðist ætla að drepa Vigfús: Trúði að hún yrði sýknuð – Óttaðist um dóttur sína

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 13:28

Guðrún Karítas hafði betur gegn Vigfúsi. Það verður fagnað um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð var fyrir að hóta að drepa bocciaþjálfarann Vigfús Jóhannesson hefur verið sýknuð. Vísir greinir frá. DV hafði áður greint ítarlega frá því að Vigfús væri grunaður um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Guðrún tjáir sig við Vísi um niðurstöðu héraðsdóms og segir:

„Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli.“

Vigfús hefur verið kærður og grunaður eins og áður segir um kynferðisbrot gegn ungum þroskaskertum konum. Þegar Guðrún áttaði sig á að Vigfús hafði sett sig í samband við dóttur hennar reiddist hún. Dóttir hennar er þroskaskert og æfði um tíma hjá Vigfúsi. Konan fór og hitti Vigfús og sagði samkvæmt kæru:

„Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“.

Niðurstaða dómara var að ósannað væri að með þessu hefði hún vakið ótta hjá Vigfúsi og augljóst að hún hefði verið í uppnámi og reiðikasti og myndi ekki láta verða af hótunum sínum. Þess má svo geta að stuttan tíma tók að kæra Guðrúnu og taka það mál fyrir hjá dómstólum á meðan mál tengd Vigfúsi þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot hafa verið nokkur ár í kerfinu.

DV hefur fjallað ítarlega um málið og greindi fyrst frá því að Boccia-heimurinn á Akureyri væri klofinn vegna átaka tveggja boccia klúbba í bænum. Í frétt DV sagði að 16 fyrrverandi liðsmenn Akurs, sem glíma við þroskaskerðingu af einhverju tagi hefðu gengið úr félaginu yfir í nýtt ósamþykkt félag sem heitir BFA sem stendur fyrir Bocciafélag Akureyrar. Í frétt DV sagði ennfremur að málið væri sérstakt og mætti rekja til þess að Vigfús Jóhannesson fyrrverandi formaður Akurs hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir að skjólstæðingur hans kærði hann fyrir alvarlegt kynferðisbrot. Ekki hefur verið dæmt í því máli og Vigfús alltaf þvertekið fyrir að hafa beitt konuna ofbeldi.

Í sömu frétt greindi DV frá því að áður hafði Vigfús verið ávíttur af réttargæslumanni fatlaðra á Akureyri þar sem hann þótti sýna af sér ósæmilega hegðun sem þjálfari í garð stúlkunnar haustið 2014, en samkvæmt heimildum DV kvörtuðu milli fimm og sjö manns, sem urðu vitni að hegðun Vigfúsar á móti á Seyðisfirði. Vigfús segir í samtali við DV að hann hafi ekki gert neitt rangt. Réttargæslumaður fatlaðra hefur einnig dregist inn í deilurnar og var kvartað undan honum til velferðarráðuneytisins eftir að hann samþykkti að Vigfús yrði talsmaður stúlkunnar.

Vigfús hélt áfram þjálfun eftir að hafa verið kærður en þegar lögregla fór að rannsaka málið af fullum þunga í byrjun árs 2016 og birti Vigfúsi kæru steig hann til hliðar sem formaður og varaformaður tók tímabundið við stjórnartaumum. Þá hætti Vigfús einnig þjálfun. Í maí það sama ár var kosin ný stjórn. Var megn óánægja á fundinum. Vigfús hafði áður verið formaður, eiginkona hans gjaldkeri og aðrir stjórnarmenn voru þroskaskertir iðkendur í íþróttafélaginu. Í nýrri stjórn var ein kona sem hafði kvartað undan Vigfúsi vegna dóttur sinnar þegar hann fór með henni einni í sund og svo móðir stúlkunnar sem hafði kært Vigfús fyrir kynferðisbrot.

Forsaga

Vigfús Jóhannesson er vinsæll kennari í boccia. Þá naut hann mikilla vinsælda hjá skjólstæðingum sínum bæði í Akri og hinu nýja félagi BFA en þangað virðist fjöldi iðkenda hafa fylgt honum, en tekið skal fram að hann segir sjálfur að iðkendur hafi átt frumkvæði að því að stofna nýtt félag. Vigfús hefur verið sakaður um að vera í óeðlilega miklum samskiptum við skjólstæðinga sína þegar hann stýrði Akri, fara með þeim í sund og halda samkvæmi en hann gerir lítið úr slíku tali. Þá hefur hann verið sakaður um að rúnta um með iðkendur sína á Lödusportbifreið á eftir iðkendum sem enn æfa með Akri og sýnt þannig af sér ógnandi tilburði. Vigfús hlær að þessum ásökunum:

„Ég á gamla Lödu Sport sem ég gerði upp og er fornbíll. Það er nú ekki rétt að ég sé rúntandi um og flautandi á fólk því að flautan er biluð á honum. Ég viðurkenni að ég hef farið rúnt stundum með tvo til þrjá úr félaginu. Þá erum við að leita að pókemon.“

Umdeilt mót á Seyðisfirði

Haustið 2014 fór fram á Seyðisfirði Íslandsmót í boccia. Þar þótti Vigfús sýna af sér óeðlilega framkomu gagnvart skjólstæðingi sínum. Konan, sem var þá 23 ára, hafði tapað leik og tók það nærri sér. Segja sjónarvottar að Vigfús hafi tekið lengi innilega utan um hana og síðan leitt hana inn í herbergi. Þá hafi hún verið með honum öllum stundum á umræddu móti. Minnst sjö aðilar hjá mismunandi íþróttafélögum höfðu þá samband við réttargæslumann fatlaðra á Akureyri. Í kjölfarið var Vigfús áminntur af réttargæslumanninum.

„Stelpan var að spila leik í úrslitum og tapaði mjög stórt og hún er ofboðslega tapsár,“ sagði Vigfús í samtali við DV fyrir ári. „Hún stóð þarna hágrenjandi og ég tók utan um hana á gólfinu. Það var nú ekkert annað. Ég leiddi hana út úr salnum og að þvottahúsi sem var þarna og þar huggaði ég hana á meðan hún grenjaði. Það voru öll samskiptin.“

Voruð þið í sambandi, þú og þessi stúlka?

„Ég get ekki sagt neitt til um það, fyrirgefðu.“

Vigfús sagði að móður konunnar stæði á bak við kæruna og fyrrverandi skjólstæðingur hans tekið þátt í því þar sem hún hafi verið reið og sár út í hann vegna misskilnings. Vigfús sakaði móðurina um að vera í hefndarhug og að kæran snúist um að hafa af sér peninga. Þá segir hann málið byggt á sandi.

Hvað er verið að kæra þig fyrir?

„Hún er að segja að ég hafi misnotað sig. Þetta er nauðgunarkæra. Það er ekki rétt.“

Enn á eftir að dæma í því máli og hefur biðin reynst aðstandendum stúlkunnar erfið.

Verndar börnin sín

Guðrún segir einnig í samtali við Vísi að fólk geri margt þegar það verði hrætt um börnin sín. Hún fagnar niðurstöðunni og um helgina verði fagnað.

„Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus