fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlegt atvik: Leikmenn réðust á dómara með höggum og spörkum – Myndband

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. júlí 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálf ótrúlegt atvik átti sér stað í Bandaríkjunum um helgina þegar leikmenn körfuboltaliðs frá Chicago, R.A.W Athletics, réðust á dómara í leik sem þeir spiluðu gegn Houston Raptors.

Atvikið átti sér stað í Atlanta í gærmorgun en um var að ræða leik í AAU-deildinni svokölluðu. Myndbönd af þessu hafa farið sem eldur í sinu um netheima en á þeim má sjá dómara leiksins eiga í vök að verjast þegar ráðist er á þá.

Það var maður að nafni Doug Jones sem birti myndböndin fyrst. Í byrjun fyrra myndbandsins hér að neðan má sjá þegar þrír leikmenn ráðast að dómara sem liggur í gólfinu. Dómarinn bregst ókvæða við og reynir að svara fyrir sig en í raun má segja að það hafi verið eins og að hella olíu á eldinn.

Aðrir starfsmenn í húsinu, dómarar þar á meðal og foreldrar sem voru á svæðinu, reyndu að stöðva slagsmálin en það gekk illa.

Atvikið hefur vakið talsverða reiði vestanhafs og hafa margir kallað eftir því að leikmenn og aðstandendur liðsins verði settir í ævilangt bann frá íþróttinni.

Þjálfari R.A.W, Howard Martin, sagði að einn dómari leiksins hafi átt upptökin að slagsmálunum þegar hann réðist á leikmann síns liðs. Þetta sagði hann í færslu á Twitter sem hann eyddi að vísu skömmu síðar.

Þjálfari Houston-liðsins hafði aðra sögu að segja. „Það var ekki dómarinn sem átti upptökin, alls ekki,“ segir þjálfarinn, Bobby Benjamin. Hann sagði að dómaratríó leiksins hafi ekki átt möguleika gegn leikmönnum Chicago-liðsins og hreinlega átt í vök að verjast.

Miðað við myndböndin, sem má sjá hér að neðan, er erfitt að sjá hver átti upptökin. Hvað sem því líður er hegðun sem þessi engum til framdráttar og sannarlega ekki í anda íþrótta.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“