fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Fréttir

Alexandra fékk enga aðstoð á BUGL: „Ég var þarna alls í fimmtán daga og gerði lítið annað en að stara á vegginn“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júlí 2018 20:00

„Af sautján árum mínum hef ég lifað átta til tíu af þeim í kvöl og pínu“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Erla Oddsdóttir er sautján ára gömul og hefur glímt við geðræn veikindi síðan hún man eftir sér. Veikindi sem hafa leitt til fíkniefnaneyslu á mjög viðkvæmum aldri. Eftir að henni var nauðgað af þrítugum manni í fyrrasumar fór líf hennar á hliðina. Þegar hún leitaði á bráðamóttöku geðdeildar og á Barna- og unglingageðdeild þá brást kerfið henni svo illa að litlu mátti muna að ævi hennar yrði öll. Alexandra sagði DV þessa sögu í von um úrbætur.

Þetta er brot úr stærri frétt úr helgarblaði DV

Geymsla en ekki hjálp á BUGL

Þegar hún komst loksins inn á BUGL var reynslan allt önnur en hún átti von á. Hún lýsir þeirri vist sem geymslu og frelsissviptingu  til að hún myndi ekki gera sjálfri sér skaða og leið eins og hún hefði verið plötuð.

„Ég fékk engin viðtöl við fagaðila á neinu sviði. Ég var þarna alls í fimmtán daga og gerði lítið annað en að stara á vegginn. Það var hvorki geðlæknir né sálfræðingur á vakt þann tíma sem ég var þarna og ég fékk heldur engin lyf. Þessi vist hafði mjög slæm áhrif á mig, bæði innilokunin og skorturinn á mannlegum samskiptum.“

Það var eftir þessa reynslu, framkomu starfsfólks og skort á raunverulegri læknismeðferð sem það fór að halla verulega undan fæti í lífi Alexöndru. Hún átti að keyra austur með móður sinni og stjúpföður eftir veruna á BUGL en fór ekki með, en fór í staðinn í dópgreni í Keflavík. Þau efni sem hún notaði helst voru amfetamín, kókaín, MDMA og benzó kæruleysislyf.

 

Ákærunni vísað frá

Alexandra hafði ekki kært nauðgunina strax eftir að hún átti sér stað. Hún var hrædd við að segja frá, hrædd við gerandann, hrædd við að tapa málinu og vera sökuð um að ljúga. Sjálfsálitið var algerlega á botninum.

„Ég var skítug, aumingi, notuð og ónýt. Þrátt fyrir það ákvað ég að skila skömminni heim og lagði fram ákæru.“

Þetta var um haustið 2017 og Alexandra var boðuð í skýrslutöku hjá lögreglunni á Eskifirði. Þann 19. janúar fékk hún bréf heim til sín þar sem stóð að ákæran hefði verið felld niður.

Andlega líðan Alexöndru versnaði eftir að hún fékk bréfið og 6. apríl ákvað hún að binda enda á allt saman með eldhúshníf. Bróðir hennar kom að henni og hún færð í fangaklefa í annarlegu ástandi. Við tók meðferð á Stuðlum, Vogi og Vík.

Alexandra hefur nú verið allsgáð í þrjá mánuði en andleg líðan hennar er ekki góð. Þar sem hún hefur ekki náð átján ára aldri eru úrræði fullorðinna lokuð fyrir hana. Eftir veru sína á BUGL þá treystir hún ekki því starfi sem þar er unnið.

„Af sautján árum mínum hef ég lifað átta til tíu af þeim í kvöl og pínu. Ég hef leitað til allra fagaðila og stofnana en alltaf hefur mér verið sagt að vandamál mín gætu ekki verið raunveruleg vegna ungs aldurs. Í gegnum allt þetta þróaði ég með mér fíknisjúkdóm og þegar við „dópistar“ biðjum um hjálp hjá fagaðilum þá erum við lægra sett en aðrir því að við eigum að hafa valið okkur líf fíkniefnaheimsins. En það er svo sannarlega ekki raunin. Hjá flestum eiga fíknisjúkdómar rætur að rekja til andlegra vandamála sem aldrei hafa verið meðhöndluð og verða stærri og fleiri vegna neyslunnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið
Fréttir
Í gær

Segir Íslendinga hafa klúðrað tækifærinu til að hafa hemil á faraldinum í sumar

Segir Íslendinga hafa klúðrað tækifærinu til að hafa hemil á faraldinum í sumar
Fréttir
Í gær

Tekjur Pírata námu 78 milljónum í fyrra – Fengu aðeins 35 þúsund kall í styrki frá einstaklingum

Tekjur Pírata námu 78 milljónum í fyrra – Fengu aðeins 35 þúsund kall í styrki frá einstaklingum
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Akureyrar sem neyddi 11 ára dreng úr fötum og sló í andlitið starfar enn fyrir bæinn

Starfsmaður Akureyrar sem neyddi 11 ára dreng úr fötum og sló í andlitið starfar enn fyrir bæinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðar í átt að samkomulagi á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto – Verðlækkun sögð í kortunum

Miðar í átt að samkomulagi á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto – Verðlækkun sögð í kortunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill rifjar upp hræðilega atburði – „Einn félagi minn var grafinn upp og systir hans dó“

Egill rifjar upp hræðilega atburði – „Einn félagi minn var grafinn upp og systir hans dó“