fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Guðni Már með brostið hjarta á Kanarí: „Ekki einungis svitadropar sem láku niður kinnar mínar“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki endilega samasemmerki á milli sumarblíðu og hamingju. Það sýnir Facebook-færsla hins ástsæla útvarpsmanns, Guðna Más Henningsson, en þar minnist hann þess hve langt er síðan hann dansaði með konu sem var kærkomin honum. Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á Rás 2 um langt skeið en fluttist til Kanarí fyrr á árinu.

„Ég var dapur þar sem ég sat á kaffisölunni minni í hádeginu og drakk morgunkaffið mitt. Sól skein yfir borg og bý, það var heitt og sól skein í heiði. Eða réttara sagt yfir borginni. Samt var ég dapur. Hvar var hún Lisa Mary mín? Ég held að það séu áreiðanlega þrjú ár síðan ég sá hana síðast og dansaði við hana í ávaxtabúðinni upp á horni. Jafnvel lengra síðan,“ segir Guðni Már.

Guðni Már segist varla getað hugsað þá hugsun til enda hvað hafi orðið um Lisu Mary. „Höfðu þessir déskotans giggalóar vélað hana? Var hún leiksoppur óprúttinna náunga? Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Eða, var hún máski farin að spila á hörpu og fljúga í víðáttinni? Ég gat ekki heldur hugsað þá hugsun til enda? Því hvað yrði þá um mig? Ég hafði hugsað mér að vera með henni allt til enda veraldar. Hjartað mitt skelfdist,“ segir Guðni Már.

Hann segist ekki einu sinni hafa tekið eftir föngulegri stúlku sem labbaði framhjá honum, svo djúpt hugsi var hann. „Svo utan við mig var ég þar sem ég sat og drakk úr seinni kaffibollanum að ég tók ekki eftir því þegar fönguleg stúlka hljóp framhjá í bikini einu fata. Bikiníið var rauðfljólublátt með rósum og fleiri blómum og sólin skein máluð á afturendann. Svona var hugur minn víðsfjarri,“ segir Guðni Már.

Hann segir að það hafi þó glatt sitt brostna hjarta að heyra fallegan barnasöng nálgast. „Tuttugu til þrjátíu börn gengu fram hjá og sungu fallega spænska söngva. Mér varð hugsað til söngkennslu í Breiðagerðisskólanum Ég var tólf ára er Hannes skalli reyndi að kenna okkur söng. Það gekk ekki. Hann gafst upp á því og í staðinn reyndi hann að kenna okkur að slá taktinn með tveimur spýtum, þríhyrningum og tambúrínum. Af hlaust ægilegur skarkali. Enginn gat slegið takt nema ég. Mig minnir að eftir nokkra tíma hafi söngkennsla lagst af. Síðan hef ég ekki slegið takt með tveimur spýtum en gripið í tambúrínuna við og við,“ segir Guðni Már.

Hann segist hafa tárast við þessar hugsanir. „En þar sem ég sat og kláraði úr seinni bollanum svitnaði ég heil ósköp því hitinn var kominn talsvert yfir þrjátíu gráður. Það voru ekki einungis svitadropar sem láku niður kinnar mínar þar sem ég sat og drakk morgunkaffið mitt í hádeginu í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja hverfandi líkur á að Jón Þröstur finnist á lífi

Telja hverfandi líkur á að Jón Þröstur finnist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“