fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fréttir

Brynjar minnist Lárusar: „Erfitt að skrifa kveðjupistil á rennblautu lyklaborði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júní 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er afar þungbært að kveðja í dag góðan félaga, Lárus Ögmundsson, lögfræðing. Líka erfitt að skrifa kveðjupistil á rennblautu lyklaborði. Ég hef þekkt Lárus frá unga aldri þegar ég var að þvælast á Valsvellinum við Hliðarenda. Við áttum einnig í samskiptum vegna starfa okkar en ég kynntist honum best eftir að við ásamt fleiri gömlum félögum úr knattspyrnufélaginu Val fórum að spila saman golf vikulega fyrir um 15 árum.“

Brynjar Níelsson

Þetta segir Brynjar Níelsson um fallinn félaga sinn, Lárus Ögmundsson, í hjartnæmri stöðufærslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Lárus lést þriðjudaginn 5. júní, 66 ára að aldri. Lárus var yfirlögfræðingur og staðgengill ríkisendurskoðanda, en hann starfaði hjá stofuninni í tæp 29 ár. Lárus var kvæntur Hildigunni Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Lárus þótti liðtækur knattspyrnumaður og lék yfir 40 leiki með meistaraflokki Vals. Þá sat hann lengi í aðalstjórn Vals og var hann alltaf mikill Valsmaður sem og fjölskyldan öll en börn Lárusar og Hildigunnar hafa getið sér gott orð á knattspyrnuvellinum.

Margir Valsmenn skrifa minningarorð um Lárus í Morgunblaðið en einn af þeim er Þorgrímur Þráinsson formaður Vals. Hann segir:

„Lárus Ögmundsson var fallegur maður, hvernig sem á það er litið, fagmaður fram í fingurgóma, snyrtimenni, góð manneskja. Fjölskylda hans endurspeglar allt það dásamlega sem Lárus stóð fyrir. Hann var fágaður keppnismaður innan vallar sem utan, ávallt með einkunnarorð séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda Vals, að leiðarljósi: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“

Eins og tíðkaðist í „gamla daga“ var Lárus sendur í sveit flest sumur, eins krakkar á hans aldri, og missti þar af leiðandi af fjölda leikja með yngri flokkum Vals. Hann var engu að síður farsæll leikmaður en lagði keppnisskóna á hilluna ungur að árum, 1974, með 46 meistaraflokksleiki að baki. Minningin um glæsilegan og góðan Valsmann mun lifa.“

Þá lýsir Brynjar  Lárusi sem manni með einstaklega góða nærveru. „Það eru engar ýkjur að Lárus var yndislegur maður, bæði góður og fallegur. Lárus var yfirvegaður með mikið jafnaðargeð, nema kannski þegar honum fannst hallað á valsmenn í dómgæslu. Hann hafði svo góða nærveru að ómögulegt var að líða illa nálægt honum. Svo má ekki gleyma því að hann hafði góða kímnigáfu. Fátt var skemmtilegra en að hlusta á hnyttnar sögur Lárusar þegar beðið var á teig. En það sem skipti Lárus mestu máli var fjölskyldan og velferð hennar. Hann var stoltur fjölskyldufaðir.

Svona menn eiga ekki að kveðja á besta aldri. Svona menn eiga að verða hundrað ára, hið minnsta. Ég gæti skrifað margt um Lárus og sagt sögur en læt staðar numið hér áður en verður alvarlegt vatnstjón á heimili mínu. Fjölskyldu Lárusar sendum við Arnfríður innilegar samúðarkveðjur,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“