fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Oddviti Karlalistans segist ekki hafa verið lengi á BUGL

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 15:56

Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður Karlalistans og oddviti í Reykjavík, hafnar því alfarið að hann hafi eytt meirihluta uppvaxtar síns á Barna og unglingageðdeild Landspítalans.

Hann segir að Þórey Guðmundsdóttir, prestur, fyrrverandi- sáttarfulltrúi sýslumanns og fyrrverandi starfsmaður barnaverndar, fullyrðir þetta í athugasemd um hann. Hann segir að hið rétta sé sé hann hafi verið á BUGL í tvo mánuði.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna svokallaðra Femínistaskjala sem eiga að sýna fram á hvernig þjóðþekktir femínistar séu að „undirbyggja aðför gegn nafngreindum feðrum“

Gunnar Kristinn segir að Þórey hafi látið þessi orð falla í Facebook-hóp þar sem herferð þeirra er gagnrýnd. „Þórey Guðmundsdóttir, prestur og fyrrum sáttarfulltrúi sýslumanns og fyrrum starfsmaður barnaverndar, fullyrðir í athugasemd að oddviti Karlalistans hafi eytt meirihluta uppvaxtar síns á Barna og unglingageðdeild Landspítalans. Svo lítilmannleg er umræðan að leitað er til barnsæsku forsvarsmanna feðrahreyfinga til að finna óhróður og slúður til áfellis og mannorðsminnkunnar. Vill undirritaður koma því á framfæri að hann þurfti að þiggja þjónustu Barna og unglingageðdeildar Landspítalans fyrir 30 árum, eftir erfiða baráttu við einelti og taugasjúkdóminn Tourette’s Syndrome, og lagðist inn í 2 mánuði til hvíldar og greininga,“ segir Gunnar Kristinn.

Hann segir að þessi orð séu aðför gegn þeim börnum sem þurfa að sækja þjónustu á BUGL: „Telur Karlalistinn að umræðan sé aðför gegn öllum þeim börnum sem sækja þjónustu til Barna og unglingageðdeildar, þar sem þeir geta nú átt von á því að opinberir starfsmenn með aðgang að trúnaðarupplýsingum noti slíkar upplýsingar gegn þeim, ef þeir taka þátt í opinberri umræðu, -jafnvel 30 árum síðar. Samfylking og Vinstri græn styðja slíka orðræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“