fbpx
Mánudagur 21.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kolbrún hefur lent í þremur alvarlegum bílslysum: „Ég horfði í rauninni í gegnum augnlokið á mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Valvesdóttir, einn frambjóðandi Sósalistaflokksins í Kópavogi, greinir frá í kynningu fyrir flokkinn að hún hafi lent í þremur alvarlegum bílsslysum sem hafa mótað lífsskoðun hennar. Kolbrún slasaðist illa í öllum þremur slysum. Í einu þeirra brotnaði nánast hvert bein í efri búk meðan í öðru skarst hún mjög alvarlega í andlitinu.

Kolbrún er frá Eyjafirði, fimmta og yngsta barn foreldra sinna. „Pabbi var línusjómaður og mamma sem var úr Arnhólahreppi var að vinna í línu þegar þau kynntust. Eldri systkini mín fóru ung að heiman en elsti bróðir minn var kominn á sjó fjórtán ára gamall. Fyrsta vinnan mín var sennilega að stokka upp þegar ég var sex ára en það þótti okkur krökkunum mikið sport og fengum tvær krónur fyrir stokkinn. Þetta var nú engin vinnuskylda og þetta vinnusvæði var meira eins og leikvöllurinn okkar,“ lýsir Kolbrún.

Hún segir að sér hafi gengið vel í skóla en vegna fátæktar hafi ekki verið sjálfsagt að fara í burtu í nám. Eftir tveggja ára nám í Reykjaskóla tók vinnumarkaðurinn við, en þá var hún 17 ára. Kolbrún var orðin þrítug þegar hún ákvað að skella sér í nám. „Ég flutti til Danmerkur og fór í garðyrkjuskóla í Álaborg. Þetta var fjögurra ára nám með verknámi og var æðislegur tími. Svo kem ég heim til íslands í þjóðarsáttina. Ég hafði einhvernveginn aldrei spáð í launin út frá þessu námi en ég fór að vinna í Garðyrkjuskólanum þegar ég kom heim um sumarið. Ég hafði ekki verið neitt inní launaumræðunni á Íslandi á meðan ég var úti en ég man að mér fannst launin mín alveg ferlega léleg og mér fannst skrítið að laun hjá nýútskrifuðum garðyrkjumanni væru lélegri en hjá þriðja árs nema í Danmörku,“ segir Kolbrún.

Hún starfaði um tíma sem garðyrkjustjóri á Snæfellsnesi er fluttu svo til Reykjavíkur. „Ég lenti í bílslysi á þessum tíma og það brotnaði nánast hvert bein í efri búk og ég óttaðist verulega um hvort ég yrði jafnvel ekki vinnufær eftir það en ótrúlegt nokk þá var ég fljótlega komin aftur út að vinna. Einu og hálfu ári eftir það lendi ég svo aftur í bílslysi en í bæði skiptin var ekið á mig. Í því slysi skarst ég öll í andlitinu. Ég horfði í rauninni í gegnum augnlokið á mér og þurfti að fara í aðgerð til að láta laga það,“ segir Kolbrún.

Hún segir að vinnan hafi verið farin að vera svo erfið líkamlega að hún fór að velta fyrir sér hvað hún gæti gert annað. „Ég er mikið náttúrubarn eins og mamma sem notaði mikið grös og seyði auk þess sem hún ræktaði grænmeti og blóm án allra eiturefna enda bjargaði fólk sér með lyfjum úr náttúrunni hér áður fyrr. Ég fann því tengingu á milli lyfja og ræktunarinnar og fór í fjögurra ára nám í lyfjatækni. Eftir að klára verknámið í apóteki sótti ég um áframhaldandi vinnu þar um sumarið og sá fyrir mér að ég gæti klárað lokaritgerðina samhliða náminu. Ég fékk synjun á þeim forsendum að þau ætluðu að ráða ungar stelpur í afgreiðsluna yfir sumartímann. Þarna er ég rétt rúmlega fimmtug og ég upplifði algjöra höfnun. Ég er semsagt búin að læra þetta en ekki klára þrjátíu blaðsíðna heimildaritgerð svo ég er ekki lyfjatæknir í dag,“ segir Kolbrún.

Fyrir sjö árum lenti Kolbrún svo í þriðja bílslysinu. „Haustið 2011 hóf ég störf við aðhlynningu aldraðra en skömmu síðar lenti ég í þriðja bílslysinu þar sem ég fótbrotnaði illa á báðum fótum og var frá vinnu í 7 mánuði. Ég var lengi að jafna mig og byrjaði bara að vinna í 50% starfi fyrst á eftir. Ég fæ náttúrulega ekki námið mitt metið í starfi mínu í dag og er bara á lágum Eflingartaxta,“ segir Kolbrún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alræmdur eltihrellir gengur laus á Akranesi: „Ég tók eftir því að nærfötin mín hurfu hægt og rólega úr nærfataskúffunni“

Alræmdur eltihrellir gengur laus á Akranesi: „Ég tók eftir því að nærfötin mín hurfu hægt og rólega úr nærfataskúffunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem grunaður er um kynferðisbrot er laus úr haldi

Maður sem grunaður er um kynferðisbrot er laus úr haldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“

Guðrún segir málið grafalvarlegt – „Eftir sitja ríflega 800 manns sem fá enga endurhæfingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“