fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nýnasistar sækja í sig veðrið – „Sterk og sameinuð Norðurlönd“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 07:09

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Borgundarhólmi, sem er lítil dönsk eyja rétt undan suðurströnd Svíþjóðar, hafa félagar í nýnasistahreyfingunni Den Nordiske Modstandsbevægelse  verið ötulir við dreifingu áróðurs það sem af er ári. Áróðursmiðum hefur verið dreift og límmiðar hafa verið settir upp víða um eyjuna. Eftir því sem segir á heimasíðu samtakanna þá hafa liðsmenn samtakanna fimm sinnum það sem af er ári dreift áróðursefni á eyjunni. Boðskapur hreyfingarinnar er undir slagorðinu: „Sterk og sameinuð Norðurlönd“.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Malte Frøslee Ibsen, doktor í stjórnmálakenningum við Kaupmannahafnarháskóla, að það verði að gefa hópum öfgahægrimanna gott auga, hópum sem eru reiðubúnir til að beita ofbeldi. Það þurfi ekki nema einn aðila til að ástandið verði alvarlegt.

Á heimasíðu Den Nordiske Modstandsbevægelse segir að samtökin séu uppreisnarsamtök, þjóðernissinnuð baráttusamtök. Ibsen segir að samtökin eigi rætur að rekja til nýnasista í Svíþjóð sem séu öfgahægrimenn sem dreymir um að komið verði á sameinuðu norrænu ríki. Hann segir að reikna megi með að meðlimir í dönsku hreyfingunni séu reiðubúnir til að beita ofbeldi eins og skoðanabræður þeirra í Svíþjóð.

Í Svíþjóð hefur hreyfing nýnasista staðið á bak við íkveikjur í flóttamannamiðstöðvum og bendir Ibsen á að það þurfi ekki nema einn brjálæðing með eldsprengju til að valda skaða á fólki og fasteignum.

Danskir nýnasistar eru þó ekki fyrirferðarmiklir og standa illa að vígi pólitískt. Sænskir skoðanabræður þeirra eru hins vegar mun meira áberandi. Í gær fjallaði DV einmitt um hvernig sænskir nýnasistar reyna að afla nýrra liðsmanna í grunnskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga