fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigurður Kristinn ákærður fyrir skattsvik – Kenndi lausnir í fjármálavanda: „Svo stressaður, óráðinn og ráðvilltur“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 16. apríl 2018 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinn Erlingsson hefur verið ákærður fyrir fyrir umfangsmikil skatta- og bókhaldsbrot í rekstri þriggja fyrirtækja þar sem hann væri bæði framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Hann er sakaður um að hafa samtals svikið undan skatti tæplega 140 milljónum króna. Í ákæru á hendur honum er hann sakaður um að hafa útbúið ríflega tuttugu tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur. Hann er auk þess sakaður um að hafa búið til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra.

Athygli vekur að Sigurður Kristinn  hefur um árabil haldið fyrirlestra um leiðir til lausna í fjármálavanda. Hann segir sjálfur á Moggabloggi sínu að mörg hundruð Íslendingar hafi sótt námskeið sín með góðum árangri. „Það eru til lausn á öllum vanda, námskeiðin hjálpa einstaklingum að greina hann, og finna lausnir strax. Breyta hegðun þannig að ný og betri niðurstöður fáist,“ segir Sigurður Kristinn sem nú er sakaður um skattasvik.

Flestir pistlar hans fá á sig heldur kaldhæðnislegan brag í ljósi ákæru. Í einum pistli segir hann til að mynda að lausnin á fjárhagsvandamálum liggi ekki í að auka tekjurnar heldur „að skoða nýjar leiðir“. Í pistlinum, sem er frá árinu 2010 segir Sigurður Kristinn: „Ástæðan fyrir því að dæmið er ekki að ganga upp er nefnilega sú að lausnin á fjárhagsvandanum liggur ekki í tekjunum.  Það er hægt að koma hlutunum í lag, jafnvel í árferði eins og núna, en þá verðum við að vera tilbúinn að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Vera tilbúinn að breyta hugsun okkar, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er vel þess virði.“

Sigurð Kristinn virðist þó ekki ætla að láta ákæruna um skattsvik draga úr sér kjark því í pistli sem hann birti í síðustu viku á nýjum vef, velgegni.is, segist hann byrja upp á nýtt á hverjum degi: „Ég sjálfur, byrja uppá nýtt á hverjum degi. Ég átti langan tíma þar sem allt virtist standa í stað, eins og ég héldi niðri í mér andanum í margar vikur. Svo stressaður, óráðinn og ráðvilltur um hvað ég ætti að gera næst í lífinu. Þegar ég sat á rúminu mínu og leit um öxl yfir farinn veg, þá gat ég aðeins sagt einn hlut sem hefur orðið leiðarljós í mínu lífi og annarra sem ég þekki, „Hver nýr dagur er tækifæri til að byrja uppá nýtt“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”