fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Náðu loks að bera kennsl á stúlkuna með flétturnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 20:30

Myndin sem lögreglan lét gera.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1981 fannst hin svokallaða Buckskin Girl í skurði í Troy í Ohio í Bandaríkjunum. Hún var íklædd skinnjakka. Hún hafði verið barinn og kyrkt og lík hennar skilið eftir í skurðinum. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á morðinu á þessari rauðhærðu stúlku tókst ekki að komast að hver hún var eða hver myrti hana. En nú, 37 árum síðar, hefur lögreglunni loksins tekist að komast að því hver hún var.

Á fréttamannafundi á miðvikudaginn sagði Dave Duchak, lögreglustjóri, að löng leið sé að baki í rannsókn málsins en nú hafi tekist að upplýsa hver stúlkan var. Það var ný DNA-tækni sem gerði lögreglunni kleift að finna út hver stúlkan var. Hún hét Marcia King og var fædd og uppalin í Arkansas. Hún var 21 árs þegar hún var myrt.

Aðeins voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hún var myrt þegar lík hennar fannst. Það var vegfarandi sem fann líkið. Það var enn í fötum en sokka, skó og persónuskilríki vantaði. Lögreglan taldi að King hefði haldið til í Louisville og Pittsburgh áður en hún var myrt.

Marcia King á góðri stundu.

Á undanförnum áratugum reyndi lögreglan ítrekað að bera kennsl á King. Meðal annars var fatnaður hennar rannsakaður ítarlega í þerri von að í honum fyndust frjókorn sem gætu gefið vísbendingu um úr hvaða ríki hún væri.

Lögreglan lét einnig gera mynd af henni sem var dreift til fjölmiðla um öll Bandaríkin en það skilaði engum árangri.

Það var síðan á síðasta ári sem lögreglan hóf samstarf með samtökunum DNA Doe Project að ný aðferð við greiningu DNA úr líkinu var notuð. Það gaf góðan árangur og hægt var að slá því föstu að líkið væri af King.

Myndin sem lögreglan lét gera.

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldu hennar hefur verið kynnt niðurstaðan. Duchak sagði á fréttamannafundinum að móðir hennar hafi alla tíð vonast til að dóttir hennar myndi snúa heim aftur.

Lögreglan ætlar nú að setja aukinn kraft í að finna þann eða þá sem myrtu King.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni