fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Aðgerðasinninn Tommy Robinson kemur til Íslands: Ýmist kallaður öfgamaður eða þjóðhetja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. apríl 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski aðgerðasinninn og borgarablaðamaðurinn Tommy Robinson kemur til Íslands í vor og heldur fyrirlestur í Salnum Kópavogi. Robinson er gífurlega umdeildur og hefur ýmist verið kallaður rasisti eða þjóðhetja af löndum sínum. Vinsældir hans hafa þó farið stigvaxandi undanfarin ár og fylgjendur hans á samfélagsmiðlum eru taldir í hundruðum þúsunda.

Tommy, sem er frá Luton í Englandi, hefur beitt sér mjög gegn íslamskri öfgahyggju á Bretlandi en fordæming hans á trúarbrögðunum Íslam hefur vakið hörð viðbrögð. Hann stofnaði mótmælahreyfinguna The English Defense League – EDL –  árið 2009 sem stóð fyrir mótmælagöngum gegn íslamisma í Luton og víðar á Englandi.

Hann sagði sig úr hreyfingunni árið 2013, meðal annars vegna þess að hann taldi sig ekki lengur geta haldið hægri öfgamönnum og nýnasistum frá henni. Síðan þá hefur hann með ýmsum hætti beitt sér gegn íslamisma, núorðið sem sjálfstætt starfandi borgarablaðamaður (citizen journalist), aðallega við gerð myndskeiða.

Tommy Robinson kemur hingað á vegum samtakanna Vakur auk nokkurra annarra Íslendinga sem eru utan þeirra samtaka. Nánar er greint frá atburðinum inni á miðasöluvefnum Tix.is. Þar segir meðal annars:

Breski aðgerðasinninn og rithöfundurinn Tommy Robinson flytur erindi um þær áskoranir sem fjölmenningin í Evrópu stendur frammi fyrir, og hvernig hægt er að leysa þær öllum til hagsbóta.  Ráðstefnugestum gefst kostur á að spyrja hann spurninga og síðan verða pallborðsumræður.

Tommy hefur lengi verið í sviðsljósinu vegna umdeildrar baráttu sinnar gegn íslamskri bókstafstrú og afleiðingum hennar á breskt samfélag, ekki síst á líf fólks í verkamannastétt. Hann hefur gagnrýnt bresk yfirvöld fyrir úrræðaleysi í baráttunni gegn öfgamönnum og starfað náið með blökkumönnum, gyðingum, hindúum, kvenréttindakonum, múslimum, samkynhneigðum og síkum sem tala fyrir aðlögun að vestrænum gildum.

Sjá einnig samantekt um Tommy Robinson á Eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu